Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 21

Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 21
H V Ö T 19 Gunnillu um áróður sænskra bind- indismanna: Áfengið er stærsti þjófur, sem til er, þjófur hamingju, velferðar, tima o. fl. Við eigum ekki ætíð að hamra á, að áfengið sé hættulegt, heklur benda á, af hverju það er hættulegt, og hvernig megi verjast liættum þess. Við leggjum aðalá- herzlu á lifandi starf, en ekki mál- æði. Hún benti á mikilvægi þess að efla iþróttalíf og allt félags- lí'f. Það yrði að nota kvikmyndir meira í fræðsluskyni en verið hefði. „SGU gerir sér far um að hafa mót og námskeið með fræðslu- og skemmtanasniði, til þess að laða fólk að. — SGU hefur oft með góð- um árangri gert þær kröfur til eig- enda skemmtistaða, að þeir hefðu ekkert á boðstólum, sem skaðað gæti ungt fólk. Sumir fulltrúar eldri kynslóðarinnar hæðast að 25 ára „börnunum“ í SGU, og eru ekki sér- lega áfjáðir i að starfa með þeim. Við i SGU segjum, að þessi „börn“ þurfi að hafa ábyrgð, og sann- leiksgildi þess hefur oft komið i ljós.“ „Tlie group work“ liefst kl. 3 e. h. Næsta mál á dagskrá er: Baráttan gegn áfenginu. Nokkrar umræður urðu um málið, og endanleg niðurstaða sú: Að í öllum löndum skgldi herða sóknina í hindindismálum meðal æskunnar, og þó sérstaklega skóla- æskunnar. Við ræðum töluvert um áfeng- isbann og erum ekki á eiti sátt. Svíarnir vilja t. d. ekki heyra það nefnt, telja það hafa gefist illa í Svíþjóð. Danirnir og Norðmennirn- ir hallast á sömu sveif, en við Adda Bára erum á öðru máli. Hans van den Berg miðlar mál- um. Hann bendir á, að reynsla ým- issa þjóða geti verið mismunandi, sum staðar hefði bannið e. t. v. gef- ist vel, annars staðar miður. Um síð- ir verða allflestir sammála um, að bann sé æskilegt, en það sé fjarlægt takmark, er stefna beri að, og óhugs* andi i framkvæmd, nema mikill meirihluti viðkomandi þjóðar fylgi því. Um kvöldið er „free evening“. Maður getur hagað kvöldinu sam- kvæmt óskum sínum. Eftir kvöldmat kemur Gunnilla til mín og spyr mig, hvort eg sé ekki til í að „spila“ golf. Ég játa því, en get þess um leið, að ég sé alls óvan- ur þessari íþrótt. Hún kveður það ekkert hafa að segja. Keppinautar mínir, auk Gunnillu, eru Norðmaður að nafni Tor Björn Olsen, og Dani að nafni Nils Ander- sen, báðir afar viðfelldnir náungar. Hamingjan er mér hliðholl í þessari keppni. Ég flýt á hundaheppninni, eins og margur skussinn fyrr og síð- ar, og ber sigur af hólmi. Þegar líð- ur á kvöldið fara menn að ráðgast um, hvað gera skuli. Nokkrar róm- antízkar hræður draga sig i hlé, og láta í veðri vaka, að þær ætli að eyða kvöldinu i 'faðmi náttúrunnar. Flest okkar láta þó móður náttúru liggja mitli hluta þetta kvöld. Þoð verður úr að við förum á aðalkaffi- hús bæjarinsvsen* hvorki er sl >' t né mikið.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.