Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 22

Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 22
20 H V Ö T Broshýr, tunnulaga kvenmaSur virðist stjórna öllu á þessari kaffi- stofu. Hún snýr tveim unglings- stelpum í kringum sig. Allt þarna inni er hreinlegt og vel um gengið, en enginn íburður eða prjál. Tyrk- inn, aðalæringi hópsins, snýr sér að annarri jungfrúnni og ávarpar hana á frönsku. Vesalings stúlkan verður hvumsa við og hristir höf- uðið. Þá reynir hann þýzkuna, en ekkert dugar. Hún skilur ekki meir í þýzku en kanína. Ungur Svíi úr okkar hópi gengúr til stúlkunnar og biður liana að taka „fuglinn“ ekki alvarlega. Við biðjum um kaffi og kökur. Tyrkinn skemmtir okkur með kúnstum sínum. Fyrst sýnir hann einskonar listdans, sem raun- ar er auðvirðilegasta hopp og likist helzt heljustjákli. En það nær til- gangi sínum. Við hlæjum dátt. Þegar gleðin stendur sem hæst, koma „náttúrubörnin“ áðurnefndu. „Hvílíkt öfugstreymi!“ hugsa ég. „I stað þess að eyða tímanum fyrir augliti Drottins í skauti náttúrunn- ar, sitjum við hér yfir fánýtu hjali og veraldarglaum.“ Það er kominn þriðjudagur. Þrír ánægjulegir dagar eru horfnir í djúp tímans, þessa einkennilega fyrirbrigðis, sem gleypir allt og alla. Nokkrir dökkir skýjahnoðrar svífa létt um himinhvolfið. Það er úr- komulaust. „The group \vork“ hefst strax um morguninu. Það er rætt um, live sterkir drykkir megi vera, hvað telj- ist áfengir drykkir og hvað ekki. Við Adda Bára segjum, að á Is- landi sé hver sá drykkur, sem meira sé i af vínanda en 2V2%, miðað við rúmmál, talinn áfengur Hollend- ingarnir og Bretarnir súpa allt að því liveljur við þessi tiðindi. Þeir telja, að allir drykkir með áfengis- innihaldi séu skaðlegir. Það er rætt aftur og fram um þetta, en niðurstaða fæst vitanlega engin. Kl. 4 e. h. labba ég í bæinn. Skeg'g mitt hafði sprottið geysilega síðustu tvo daga. Ég fcr inn á rakarastofu í miðbænum, og óska eftir að losna við hýjunginn. Ungur rakari tekur mig að sér. Sápulöðrið ’flýtur um andlit mér, siðan er hnífnum brugð- ið á loft, og eftir fáar minútur ligg'- ur eitt aðaleinkenni karlmannsins í ruslakörfu rakarans. Ekki einn blóðdropi, ekki eitt hár. Haka mín og kinnar eru sem kalónað svíns- læri, en þó mun mýkri eftir að kreminu hefur verið klínt á. Ég borga þennan bezta rakstur, sem ég hef fengið á ævinni, kveð og fer. Ég rölti inn í næstu búð, kaupi mér rakspíraglas og skrúfblýant. Þegar ég er að fara út úr búðinni er kallað: „Vill herren vara sá snáll och betala?“ „Ursákta mig,“ segi ég og borga. Glasið kostar 1.50 kr. en blýanturinn eitthvað á aðra krónu. Eftir þessar útréttingar rölti ég aftur til „Gammelhus“. Kl. 8 um kvöldið liefst „interna- tional song evening“. — Fulltrúar hverrar þjóðar skyldu syngja nokk- ur lög. Þessi söngur tekst misjafn- lega vel, þó hvergi svo illa að til stórskammar sé. Raddir okkar ís- lendinganna falla illa saman, ná- gaul okkar hljómar óhugnanlega 4

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.