Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 24

Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 24
22 H V Ö T um alþjóðastarfsemi góStemplara. Ég birti aðeins örfáar gle'fsur, á víð og drei'f úr þessum ágæta fyr- irlestri: „Það er ekki hægt að segja, að eina barátta okkar sé gegn áfeng- inu. Yið berjumst á mörgum svið- um. Við styðjum að friði og bræðra- lagi með alþjóðasamvinnu okkar. Við verðum að berjast fyrir friði, og sú barátta á að eiga stoð i trú okk- ar á að friður geti haldizt. I sænska þinginu eru 65 bindindismenn. Ef þeir væru sérstakur ‘flokkur, væri sá flokkur sá næststærsti i þinginu. Sænska bindindishreyfingin á 1200 hús, sem eru virt á 50 milljónir kr. Vasagata 9 er stærst þessara liúsa. Sænskir bindindismenn Iiafa i hyggju að byggja háskóla fyrir með- limi bindindissamtakanna. í Hollandi er sennilega bezt starf- andi storstúka í heimi. I Frakklandi og Belgíu er svo að segja engin bind- indishréyfing. f Bandaríkjunum eru aðeins 500.000 góðtemplarar. I S- Afríku er nokkur bindindishreyfing, sömuleiðis í Ástralíu. í Indlandi eru 2 stórstúkur starfandi. 300.000 stúk- ur eru í I.O.G.TV Þennan dag var ekkert „group work“ vegna tímaskorts. Kl. 5 e. h. leggur allur hópurinn af stað með stórum bílum til staðar i ná- grenninu, sem nefnist Forshammar. Þar skoðum við tvær gamlar kirkj- ur. Þær eru að ýmsu leyti ólíkar flestum öðrum kirkjum, sem ég hef séð. Orgelin eru geysistór og sann- kölluð listaverk. Mér virðist þau likj- ast nokkuð sigurbogum fornaldar. Um áttalevtið hverfum við úr þessum „kirkjubransa“ og höldum til Östhammar aftur. Þegar við náigumst „Gammelhus“ lieyrum við músík. Okkur kemur til hugar, að eitthvað nýstárlegt sé að gerast þarna í skjóli trjánna. Sá grunur reynist réttur. Á „Kvarngárden“, þessum kyrrláta stað, liefur orðið mikil breyting. Staðurinn er upp- lýstur og iðandi af fólki. Það er líf og 'fjör i tuskunum, dynjandi músík og dunandi dans. Okkur fer að kitla i iljarnar. Ég lit til Stellu. Hún brosir, eins og barn, sem sér rúsínu i matskeið móður sinnar. Nú er leikinn Vínarvals. Tónar hans fjdla loftið. Hvilík hreimfegurð, livílíkir töfrar! Það fer um mig sælutitringur. Ég tek í handlegg Stellu og leiði Iiana inn á danspallinn. Við svífum létt á vængjum tónanna inn í töfra- heim gleðinnar. Framh. í næsta blaði. Sökum þess að rafmagnsleysi stöðv- aði vinnu i prentsmiðjunni, var ekki hægt að setja öll handritin i tæka tíð. Ferðasaga þessi var klippt sundur af þeim sökum, en framhald hennar kem- ur í næsta blaði. Ennfremur mætti þátt- urinn „Úr skólalífinu", og umsögn um Menningarpláguna miklu, afgangi, á- samt fleiru. R i t n e f n d.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.