Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 25

Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 25
H V Ö.T / 23 SPURNINGAR OG SVÖR Ritnefnd „Hvatar“ sendi nokkrum nem- endum framhaldsskóla í Reykjavík eftir- farandi spurningar: 1. Hvernig telur þú, aS liaga beri útbreiðslustarfsemi S.B.S.? 2. Telur þú, að aðflutningsbann á áfengum drykkjum myndi Jjæta úr þvi ófremdarástandi, sem nú ríkir í áfengismálum þjóðarinn- ar? 3. Telur þú kristindómsfræðslu í framlialdsskólum æskilega? Svör þau sem bárust, fara hér á eftir: Björgvin Jósteinsson, Kennaraskólanum: 1. Ég tel, að liollar skemmtanir séu traustasti grundvöllurinn. Nemendur skólanna eru flestir ungt fólk, sem krefst skemmtana og þarf lifsnauðsynlega á skemmtun- um að halda. Umhverfi, aðstæður og félagar, ráða þá miklu um, hvers konar skemmtanir verða fyrir val- inu. Ég álit því, að stuðla beri að því, að skapa hollar skemmtanir við sem flestra liæfi. Á unga fólkinu mun ekki standa og drykkjuskapur ætti ekki að þurfa að koma til greina. Með þessum skemmtunum á ég auðvitað ekki eingöngu við dans, heldur ýmiss konar aðrar sam- komur, s. s. íþróttamót og aðra fé- lagsstarfsemi, sem er skenmitun í orðsins fyllstu merkingu. Þess vegna stuðlum að skemmtunum við sem flestra hæfi, þær stæla og göfga æsku lands vors, því að sú er reynsl- an, að á æskunni byggist stjórn, og um leið framtíð þjóðar vorrar. 2. Ég hef lialdið allt fram að þessu í barnslegri einfeldni, að slikt hann væri eina lausnin á málinu, og hlyti að verða alger lausn. En nú dylst mér ekki lengur, að slíkt hefur mikla hættu i för með sér. Sökum æsku hefi ég enga reynslu í þessu efni, þar sem ég man ekki eíiir fyrr- verandi banni liér á íslandi og reynd þess, en veit ekki hverjum trúa skal. En enda þótt mér skiljist nú, að slíkt hann sé ekki alger lausn málsins, þá efast ég þó ekki um, að það myndi minnka mikið drykkjuskap, og þá sérstaklega unglinganna. 0. Já, ég tel kristindómsfræðsíu í framhaldsskólum mjög æskilega. Þó að kristin fræði séu nauðsynleg í harnaskólum, til að kvnna börn- unum efnið, þá fá þau mjög tak- markaða innsýn i gildi kristindóms- ins, meðan þau eru í harnaskóla. í framhaldsskólunum ætti, aftur á móti, að vera auðvelt að benda unglingunum á menningargildi kristindómsins, göfuga lifsstefnu og hátind menningar, sem fram kom í lífi Jesús Krists.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.