Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 26

Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 26
24 H Y Ö T Finnbogi Júlíusson, Iðnskólanum: 1. Um útbreiðslustarfsemi getur nú vart verið að ræða, þar sem skilyrði eru sára litil, en þó má góður vilji oft mikið. Hið fyrsta, sem Sam- bandið þarf að eignast, er skrifstofa liér í höfuðstaðnum, ásamt föstum starfskröftum — helzt þrem mönn- um, er annist erindrekstur, ásamt skrifstofustörfunum, sjái um útgáfu „Hvatar", sem yrði þá vikublað, selt föstmn áskrifendum og í lausasölu. í blaðinu ætti að ræða meðal ann- ars skaðsemi áfengisnautnar, menn- ingarlega og fjárhagslega; þar skulu rædd lögreglumál og með- ferð sakamanna, skemmtanamál, íþróttamál, heilbrigðismál, hjúkr- unarmál og' trúmál, á víðum grundvelli, svo að nokkuð sé talið. í dag á S. B. S. að berjast fyrir að gera 1. febr. að sínum degi, degi bindindisstefnunnar í landinu. Gefa lit blaðið „Hvöt“ eftir því, sem við verður komið, og halda að öðru leyti samtökunum saman, eins og Iiægt er. Með þátttöku í skemmtana- lífi getur S. B. S. gert nokkuð og einstaklingarnir mikið, hver á sin- um stað. 2. Að'flutningsbann bætir núver- andi ástand, tel það þó ekki æskilegt i dag, heldur er það takmark, sem ber að vinna að. Það, sem nú ber að gera, er: a. Afnema öll rérréttindi manna um kaup á áfengi. b. Afnema allar vínveitingar fyr- ir opinbert fé. > / c. Hætla að gefa út vínveitinga- leyfi fyrir skemmtanir og aðra mannfagnaði. d. Þeir, sem uppvísir verða um leyni-vínsölu, skulu missa mann- réttindi, og tæki þau, er þeir nota í þessu skyni, skulu upptæk ger, svo sem bílar hjá bílstjórum. e. Embættismenn, sem eru drukknir við embættisstörf, skulu vera látnir víkja úr störfum. 3. Trúarbragðasaga er sjálfsögð námsgrein i 'framhaldsskólum, en einhliða kristindómsfræðsla, eins og hún Iiefur tíðkast, er skaðsamleg. Þetta svar mitt styðst líka við þau ákvæði í stjórnarskránni, er á- kvéða trúfrelsi. Hulda Emilsdóttir, V erzl unarskólanum: 1. Um þetta get ég varla sagt nokkuð. Ég liugsa lielzt, að fyrir- lestrar og um leið skemmtanir myndu bera mestan árangur. 2. Ég tel aðflutningsbann á áfeng- um drykkjum ekki mundu bæta neitt. Menn myndu aðeins finna upp aðferðir til að komast yfir drykkina, t. d. með því að „brugga“ eða flytja áfenga drykki i lejdis- leysi til landsins. Þó yrði varla um brugg að ræða vegna sykurskömmt- unarinnar. 3. Ekki held ég að kristindóms- fræðsla hefði neitt að segja. Það myndu áreiðanlega fáir kæra sig um liana í skólum. Frekar beld ég að ætti að brýna fyrir unglingum að sækja kirkju á sunnudögum meira en þeir gera.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.