Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 27

Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 27
H V ö T 25 Ingólfur Ólafsson, Samuinnuskólanum: 1. Ég álit, að útbreiðslustarfsemi S.B.S. nái mestum árangri með fyr- irlestrum, því að eins og fjárhag fé- lagsins hefur verið liáttað, er naum- ast um nokkur áhrifamikil út- breiðslutæki, svo sem hlöð eða kvikmyndir, að ræða. En ég tel, að kvikmyndir, sem sýndu afleiðingar áfengisneyzlu, væru mjög heppileg- ar til þess að leiða mönnum fyrir sjónir skaðsemi á'fengisneyzlu. 2. Aðflutningsbann á áfengum drykkjum tel ég að myndi tvimæla- laust vera til bóta. 3. Kristindómsfræðslu í fram- haldsskólum tel ég ekki æskilega. Kristín N. Amlín, Kvennaskólanum: 1. Útbreiðslustarfsemi S.B.S. tel ég heppilega með því að koma á gagn- kvæmri kynningu milli skólanna. T. d. með iþróttamótum, fræðslu- og skemmtikvöldum og eflingu „Hvat- ar“, sem vrði áfram málgagn Sam- handsins og gæfi nemendum skól- anna tæki'færi til að hirta þar ýmiss konar efni, ekki aðeins varðandi bindindismál, heldur einnig önnur áhugamál þeirra. Yrði það til þess, að blaðið vrði mun fjölbreyttara og útbreiddara. Erindreka er nauðsynlegt að fá, og ]iað sem fvrst, því að starfssvið Sambandsins er orðið svo umfangs- mikið. Árangurinn af starfi þess gæti orðið mjög mikill, ef það væri vel skipulagt og unnið að því með áhuga. 2. Það er vitað mál, að eitthvað þarf að gera til þess að draga úr hinni óhó'fslegu áfengisneyzlu, sem nú er í landinu. Áfengisbann yrði engin lausn á því vandamáli, þvi að til landsins yrði alltaf flutt meir og minna áfengi, það yrði byrjað að brugga og menn myndu leggja sér ti! munns hvers konar ólyfjan. Sölu áfengis ]iarf að takmarka, t. d. með því að selja það ekki mönnum inn- an ákveðins aldurs, og einnig er sjálfsagt að útiloka áfengi á skemmtunum skólanna. 3. Það væri mjög æskilegt, að krist- in fræði yrðu kennd í framhalds- skólum. Ekki þannig, að biblíusög- ur yrðu beinlínis kenndar og lærðir yrðu kaflar úr biblíunni í þaula eins og i barnaskólum, heldur að haldin yrðu fræðsluerindi um sögu kristninnar, þróun hinna ýmsu stefna og hvað þeim ber á milli. Ólafur H. Ólafsson, insp. scholae, Menntciskólanum (f. h. embættisins): 1. Þvi miður er ég mjög litið kunnugur útbreiðslustarfsemi S. B. S. og get því ekkert álit myndað mér um tilhögun þeirrar starfsemi. 2. Já, tvimælalaust, svo framar- lega sem það bann yrði framkvæmt með fcstu og röggsemi. 3. Að svo miklu leyti sem sú fræðsla er einungis einn liður í al- mennri fræðslu um bin ýmsu trúar- brögð mannkynsins. Einhæfa krist- indóms'fræðslu með eflingu trúar- lífs fyrir augum tel ég óæskilega.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.