Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 39

Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 39
H V Ö T 37 'er^þor yrinnbo<gaóon, ^y\ennaraónólanam. Varðar mest til allra orða, að undirstaða rétt sé fundin. Við þekkjum það af frásögn ann- arra og eigin reynd, live óvandaður málflutningur getur haft alvarlegar afleiðingar. Missagnir, ranghermi og vísvitandi dulhúin ósannindi eru á sveimi meðal okkar. Þannig er málflutningur einstaklinga, flokka og þjóða úr garði gerður, ýmist af vanhyggju eða beinum ásetningi. Því miður er það sennilega oftar af beinum ásetningi til þess að villa mönnum sýn og hrekja þá af þeirri leið, sem þeir vildu annars fara, ef þeir þekktu undirstöðuatriði mál- anna. Þannig eru dulhúin málefni borin fram fyrir okkur i ræðum og ritum, og fellur þá í okkar skaut að finna hið raunverulega gildi þeirra. En það getur oft verið erfitt og mörg- um ókleift, að finna hina raunvern- legu og réttu undirstöðu. Það er nú svo komið, að margir hafa yfirleitt glevmt þessum máls- hætti eða minnsta kosti að breyta eftir honum. Málflutningur verður óvandaðri með hverju ári sem líð- ur. Mest ber þó á þessu í hagnýtri þýðingu, þ. e. a. s. timarnir krefjast þess, að einstaklingar ha'fi sefjandi áhrif á fjöldann, og þá eru öll liugs- anleg ráð notuð til að villa honum sýn. Það reynist líka oft auðvelt, því að á þeirri öld tækni og liraða, sem nú gengur yfir, verður margt til að dreifa huga manna, svo að þeir gefa sér ekki nægan tima til að athuga það, sem fyrir augu og eyru ber. Ómæld er sú óvild, það liatur og tjón, sem mannkynið liefur orðið 'fyrir vegna þess, að menn liafa ekki fundum orðum sínum stað eða við- takendur ekki geíað fundið merg málsins. En þetta er nú reyndar ekki nýtt í mannkynssögunni. Tví- ræð orð og setningar hafa orðið til þess að svipta menn frelsi og fjöri. Höfum við þar glögg dæmi úr Is- lendingasögunum, t. d. um málflutn- ing Marðar Valgarðssonar og afleið- ingar lians. Og hvernig félagar Grettis launuðu honum það, þegar hapn sótti eldinn fyrir þá. Á svo traustum undirstöðum skyldu orð og ræður manna standa, sem hús á bjargi, en eigi sem hús á sandi. Hver sá, sem skilur þessa meginreglu og fylgir henni út í yztu æsar, mun öðrum fremur ávinna sér traust og liylli þeirra, er hana kunna að meta. En því aðeins eru þeir þessa trausts verðir, að þeir finni hjá sér innri þrá og einlægan

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.