Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 3

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 3
»/7S' 1. tölubldS Reykjavík. 1. febrúar 1950 18. árgangur ÍJTGEFANDI: SAMBAND BINDIN DISFÉLAGA í SKÓLUM Árarp ritnefndar Góðir félagar. Eins og ykkur mun flestum vera kunnugt og frá er skýrt á öðrum stað í blaði þessu, samþykkti síðasta þing S. B. S. að afnema styrk þann, er Sam- bandið hefur veitt útgáfu mánaðarblaðsins Einingar, en leggja í þess stað alla áherzlu á útgáfu „Hvatar“. Telur ritnefndin augljóst, að með samþykkt þessari hafi Sambandsfélagar tekið sér á herðar auknar skyldur við blað sitt. Verðum við nú öll að sýna í verki, að við viljum, að blað þetta geti orðið Sambandinu til meiri sóma og styrktar en nokkru sinni áður, — ella hlýtur fyrrnefnd samþvkkt þingsins að skoðast marklaus og beinlínis skaðleg. Ritnefndin vill leggja allt kapp á að gera blaðið svo vel úr garði sem kostur er, bæði bvað snertir fjölbreytni og efnisgæði. Hún heitir því mjög eindregið á ykkur öll, félaga Sambandsins, er eitt- hvað getið af mörkum látið til blaðsins, að liggja ekki á liði ykkar. Kemur þar ti! greina bvers konar fræði- eða skemmtiefni, sem ætla má að eigi erindi til íslenzkrar skólaæsku. Jafnframt óskar ritnefndin eindregið eftir því, að skólafólk sendi blað- inu athugasemdir um allt, er að bindindismálum lýtur, ekki síður þeir, sem utan við bindindissamtökin standa. Myndu slíkar athugasemdir verða rædd- ar í Hvöt, eftir því sem rúm leyfði, og fullri þagmælsku heitið um nöfn bréf- ritara, ef þess væri óskað. Hins vegar yrðu nafnlaus bréf ekki rædd. Ritnefndin beinir svo þeim sérstöku tilmælum til stjórna bindindisfélag- anna, að þær reki af fremsta megni erindi blaðs þessa, hver í sínum skóla. Efni til blaðsins, svo og bréf og athugasemdir, óskast sent formanni S. B. S„ Laufásvegi 45 B, Reykjavík, eða einhverjum ritnefndarmanna. LAMDSPÓKASAFN ja : 8 1.557 í, SI.AN i JS

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.