Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 4

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 4
2 H V Ö T GUÐBJARTUR GUNNARSSON: Avar p „Vei þeim, sem gleyma! ÞaS er ekki reynslan ein, sem þeir glata, þaS er tilfinningin fyrir sjálfum sér. Þeir vita ekki lengur, hvaS þeir eru, né hvaS þeir vilja“. K d gar Q u i n e t. Samherjar! Orð þessa meistara eru sígild eink- unnarorð þeirra. sem virða mannseðlið og vilja þekkja það og hefja upp í æðra veldi þeirrar mannshugsjónar, sem er ástæða þess, að við höflim kosið að lifa skipulögðu menningarlífi liér á jörð. Hvar í heiminum, sem vera skal, verða menn því að miða öll störf sín og sam- félagshugsanir við sjálfa sig og það umhverfi, sem skóp þá. Þessi einföldu frumatriði nægja tii að sameina okkur í því starfi, sem við höfum tekið að okkur, ef við erum sannfærð um, að við leysum það af hendi vegna þess samfélags, sem gaf okkur kraftinn og mótaði okkur í anda réttlætis og skyldurækni. Ef við liöfum nú skilið samfélagsliug- sjón okkar, og fundið til ábyrgðar gagn- vart henni, þá getum við ekki, sóma okkar vegna, gert annað en það, sem við 'erum viss um, að er mannkyninu til heilla og sjálfum okkur til uppbvgg- ingar og styrktar í lífsbaráttunni. Ct frá þessu verðum við að krefja sjálf okkur um íhugun og sannprófun skoðana okkar, áður en við höfumst nokkuð að. Niðurstaðan hlýtur þá að verða sú, að breytni okkar og allar gerðir verða í fullu samræmi við þekk- ingu okkar á þjóðfélagsbyggingunni, einlægni okkar og sanngirni í dómum, og trú okkar á mátt samtakanna í bar- áttunni fvrir almenningsheill. Barátta heillar þjóðar fvrir velferð sinni í andlegum og veraldlegum efn- um er háð á mörgum vígstöðvum. Út- verðir þessara vígstöðva hafa víða mynd- að kerfisbundna heild og skipulagt starfsemi sína í frumatriðum, með því að reisa menntastofnanir fyrir verðandi leiðtoga og vaxandi kynslóðir í menn- ingarríki. Hér skal þá fræinu sáð! „Skólann reisum við fyrir lífið, ineð því að gera lífið að skóla“. íslenzka skólaæska! Takmark skólanna í landinu er að uppfylla allar kröfur nútímaþekking- ar og vísinda í þjónustu mannsins. Til- gangur þeirra að veita straumum víð- sýni og sannrar menntunar til hvers einasta mannsbarns, sem krafið verður reikningsskila í heilbrigðri hugsun og

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.