Hvöt - 01.02.1950, Qupperneq 5

Hvöt - 01.02.1950, Qupperneq 5
H V Ö T 3 hagnýtu starfi, fyrir land og þjóð. Ef við leitum menntunar, og gerum það hennar vegna, þá er óhugsandi og algerlega útilokað, að við getum rök- stutt þá breytni, sem víða kemur fram samtímis skólagöngunni, og lýsir sér í flóttalegri leit að gleði og hamingju á liinum ólíkustu stöðum. Því að eitt virð- ist gilda um alla, sem leita gleðinnar, að þeir finna hana aldrei. En ótti þeirra við tilgangsleysið rekur þá frá því starfi, sem eitt getur veitt þeiin sanna starfs- og lífsgleði, en gefur þeim í staðinn óræðan, en beizkan bikar þeirrar fals- gleði, sem sviptir þá persónuleikanum og færir þá í ham skilningsvana þræla, sinnar eigin blekkingar. Sönn gleði fæst ekki fyrir peninga, Iieldur er hún ávöxt- ur þess starfs, sem andinn hefur fengið fullnægingu í að skapa og nióta að sinni vild. Aðalatriðið er því skilningurinn á starfinu og tilgangi þess, skilningurinn á því, að störfin eru til handa okkur, og við höfum vald til að smíða þau að eigin geðþótta í mjög ríkum mæli, að- eins ef við gleymum ekki tilgangi þeirra og nauðsyn. Jafnframt þessum flótta frá lífinu, frá verkefnum okkar og skvld- um, yfir til einhverrar draumórakenndr- ar tilveru, langt utan v7ið okkar raun- veruléga skvnrúm, koma fram frum- stæðar hvatir til sjálfspísla og hirðu- leysis á okkar dýrmæta líkama. Við neytum eiturlyfja og eiturjurta og alls konár kryddmetis, og lifum oft í vana- bundinni kyrrstöðu andlegs tómleika og leti. Á hálfnaðri ævi vöknum við svo við vondan draum. Hreysti æskuáranna er þrotin, hrörlegur, útjaskaður og afl- vana líkami vor getur ekki fullnægt þeim kröfum, sem lífið skóp hann til; heilsan er farin. Við verðum að vara okkur á því, að afleiðing þess andleysis og fráhvarfs frá lífinu, sem áður er lýst, er í mörgum tilfellum yfirborðsánægja með hina aumu tilveru. Valda þessu hroki og eigingirni annars vegar, en sár iðrun og uppbótarlmeigð hins veg- ar, enda samræmist hvort tveggja vel manulegum breyzkleika. En látum slíkt ekki aftra okkur frá að leysa þrautina frá byrjun í skipu- lögðu menningarstarfi. Hefjum sókn gegn skrumauglýsingum auðjöfranna, sem hafa svipt almenning heilbrigðri dómgreind og innleitt fáfræði og fals- trúarbrögð, en lifa á braski með manns- sálirnar, og safna spiki sinnar andlegu nektar, á þeirri forsendu, að milljóna- gróði þeirra sé vilji fólksins, sem gefur þeim liann! Svo illa hefur tekizt til, að megin- tekjulind íslenzka ríkisins er einkasala þess á tóbaki og áfengi, þ. e. varningi, sem sannanlegt er, að er eitur manns- líkamanum og hættulegur förunautur þeim kynslóðum, sem njóta samferðar hans og falsgleði. Þrátt fyrir þessa óhrekjandi lífeðlis- fræðilegu og alkunnu staðreynd, virð- ast valdhafar þessa litla ríkis sjá draum sinn fegurstan í aukinni sölu þessa mannskemmandi óþarfa, og gera eng- ar ráðstafanir til að afla ríkissjóði þess- ara tekna á sómasamlegri hátt en þann, að svipta hina uppvaxandi kynslóð hæfi- leikanum til að velja á milli þeirra gleðigjafa, sem lífið býður henni, og leiða hana blindandi að altari vínguðs- ins, þar sem hún fórnar sinni síðustu talentu við fótstall Mammons, því að eftir höfðinu dansa limirnir. En sú þjóð, sem lætur slíkt viðgang-

x

Hvöt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.