Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 6

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 6
4 H V Ö T ast, verður að teljast illuni álögum ofur- «el(l. Barátta hennar fyrir brauði og klæðum hefur þá breytzt í innri baráttu ttm líf eða dauða, þar aem mannshugsjónin er ekki lengur takmark, lieldur er aðeins hugsað um það eitt að lifa vel i augnablikinu og bíða dauða síns sem einustu lausnar úr viðjum tóm- leikans og tilgangsleysisins, og flýta för- inni með kæruleysislegu en hægu sjálfs- morði með sífelldri notkun eiturlyfja, tóbaks og spilltra matvæla. Þess vegna verður lítil þjóð, áður en hún breytir hugsunarhætti þeirra tiltöhdega mörgu einstaklinga, er fara með æðstu völd hemiar, að vakna til meðvitundar um tilgang sinn; almenningsálitið verður að breytast í jákvæða baráttu, jákvætt starf til útrýmingar þeirra þjóðfélags- meinsemda, sem eru Þrándur í Götu fyrir andlegum framförum og jákvæðu vali veraldargæðanna. Þessar höfuðmeinsemdir eru í fyrsta lagi skeytingarleysi og sofandaháttur fyrir heilbrigði og andlegum framför- um, og í öðru lagi vanþekking og van- mat á þeim heimsins gæðum, sem flest- ir keppa að, oft án tilgangs eða nauð- synjar, en láta stjórnast af blekkinga- vaðli og gróðabralli þeirra, sem hagn- ast á trúgirni fólksins og tízkufvrir- brigðum í lifnaðarháttum þess. Framtíðin er æskunnar, og öll æska þessa lands hefur senn samnefnið skóla- æska. Skólaæskan hlýtur á öllum tím- um að vera bráutryðjandi nýrra hug- sjóna, nýrra vona og nýrra verkefna. En nýjasta verkefni liins vaxandi manns er, að hann læri að bera virðingu fyr- ir sjálfum sér, og leggi stund á alhliða líkamsrækt sem fyrsta skilyrði fyrir and- legum framförum. Slíkur maður er ekki háður skiln- ingsvana oftrú á boð eða bann, heldur er hann þroskaður ávöxtur þess upp- eklis, sem skóp hann í anda skynsemi og sannleika. Sönn bindindisstarfsemi er því greinilega aðeins liður í eflingu þess sjálfsaga, sem er grundvöllur að jákvæðu uppeldi, byggður á fordóma- Iausum*en órækum sönnunum frá líf- inu sjálfur. Kröfur bindindismanna, rökstuddar á þessum grundvelli, eru því ekki sér- hagsmunamál fárra ofstækis- eða villu- trúarmanna, lieldur eru þær vottur þeirrar sjálfsvirðingar mannsins, sem knýr til þekkingar á mannseðlinu og leggur vísindalegan grundvöll til þró- unar að því marki, sem menningin lief- ur sett sér að ná og mennirnir híða. Einn keniur öðrum meiri. A: ,)á. hami er kaldur í dag, en hvað er það þó hjá nepjunni, sem var á jól- unum í hitteðfyrra. Þá fraus gufan úr eimreiðunum og féll niður eins og skæðadrífa. B: 0, það var nú kaldara hérna fyrir 10 árutn. Þá fraus rafmagnið í talsíma- þráðunum, og þegar svo fór að hlána, þá töluðu símtólin sjálfkrafa í meira en fjóra klukkutíma. (*.: Kaldasta árið, sem ég man eftir, var árið sem ég var fermdur. Þá urðu jafnvel lögregluþjónarnir að ganga hratt, til að halda á sér hita. Þá var liinum tveimur nóg boðið; þeir stóðu upp og gengu þegjandi og með fvrirlitningarsvip hurt frá manni, sem farið gat með aðrar eins ýkjur!

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.