Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 7

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 7
H V Ö T 5 Nöpur ríkir nóttin svarta, — nóg er dimmt í mínu hjarta. uti drottnar ömurleiki, óhreint margt er þar á kreiki. KveSur regn í köldum rómi. Kaldur finnst mér vanans drómi. Hugsun frýs í heilans tómi. Einhver þá í hálfum hljóSum hvíslar aS mér gleymdum IjóSum. fjifnar skjótt í gömlum glóSum. Gráa brynjan klofnar. VerSur bjart á vegi mínum. veruleikinn sofnar. Undur blítt aS eyrum mínum óma þýtt frá vörum þínum (evintýri yndisfögur, óteljandi kynjasögur. Minning vaknar. minning vaknar. Mörg af gleymskuhjúpi raknar horfin stund, er hugur saknar. Bemsku minnar beztu stundir barst þú.mig um draumagrundir. Ennþá tendra okkar fundir éld í huga mínum. Sumarbjartar sólskinsvonir sindra í dökkum línum. fieika ég um hugans heima, heiSrík sviS, er fegurS geyma, bjarta veröld brœSralagsins, betri’ en hryggSarásýnd dagsins. Hrynur máttugt vanans vígi. Víkur burtu flœrS og lygi. Tekur völdin tíminn nýi. Gleymast fornir grimmdarsiSir, gullnir hlekkir, falskur kliSur. Mannsins hjarta fyllist friSi, fólsku niSur týnir. Hljóma líkt og hrannasöngvar hörputónar þínir. Rennur, rennur rekkjan góSa. Ríkir friSur milli þjóSa. Tryggir sátt í sinni manna sigur góSu. hugsjónanna. Geislar verma gróinn völlinn. Greitt ég klíf nú hœstu fjöllin. Gulltaflinu glata tröllin. Opnast dalir iSjagrœnir, yndis njóta hrútar vœnir. Grátur enginn gleSi rænir. Gala vitrir gaukar. Gengur þú á gullnum skóm. þar grænir spretta laukar.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.