Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 8

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 8
6 H V Ö T LEÖ TOLSTOJ: Helgisaga (ramall auðkýfingur lá á banasæng- inni. Hann hafði alla ævi sína verið nízkur og ágjarn, og var búinn að brúga saman firnum af auðæfum. „Sussu, sussu“, svaraði liann ætíð, þeg- ar menn átöldu hann fyrir ágirndina, „peningarnir eru það eina, sem nokk- urs er um vert í þessu lífi“. Og nú, þegar dauðastundin var kom- in, hugsaði hann: „Og náttúrlega er það alveg eins á hininum, að allt snfst um peningana! Menn verða að hafa peninga með sér þangað, ef þeim á að líða vel“. Og hann kallaði á börnin sín að banasænginni og sagði við þau: „Það er síðasta óskin mín, að þið troðið svo mörgum gullpeningum í kist- una mína, sem þið getið í hana komið“. Hann stundi þungan: „Sparið ekki gullið. Troðfyllið kist- una af gulli“. Og sömu nóttina dó hann. Og börnin urðu við ósk hans og tróðu þúsundum króna í tómum gullpening- um í kistuna hans. Svo kom hann í annan heim. Þar tók undir eins við bið vanalega formvafst- ur — með spurningar og innritan í ýms- ar bækur: Það var verið að fletta upp í embættisbókum, yfirlieyra og gera upp reikninga, og allur dagurinn gekk í þess konar vafstur. Þar eru sem sé líka skrifstofur og lögreglustofur og bvers konar vafningar af því tagi. Og veslings maðurinn varð endalaust að þjóta úr einni skrifstofunni í aðra, og á endanum var hann orðinn svo þyrstur og hungraður, að honum fannsl hann ætla að hníga niður. „Þetta rná ekki svo til ganga“, hugs- aði hann, „ég verð að fá ntér eitthvað að borða og drekka“. Allt í einu rak hann augun í matsölu- borð, sem var hlaðið af matvöram og drykkjarföngum: smáréttum og styrkj- andi staupum alveg eins og í biðsals- matstofu á járnbrautarstöð. Það var rneira að segja vérið að steikja á pönntt á bak við matsöluborðið. „Jæja“, hugsaði hann með sér, „nú get ég þá fengið mér eitthvað að borða. fig hugsaði lengi, að það væri nokkuð svipað hérna á himnttm eins og niðri á jörðinni. Það var því happaráð, er mér datt í ltug að taka dálítið af pen- ingunum ntínum með mér hinggð upp. Nú skal ég sveimér borða ntig saddan“. Hann þreifaði glaður á peningabudd- unni, sem var troðfull af gullpeningum. og gekk að matsöluborðinu. „Hvað kostar ltún þessi?“ spurði hann og benti á sardínu. „Fimm attra“, svaraði maðurinn við matsöluborðið.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.