Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 10

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 10
8 h y ö t JÓNAS KRISTJÁNSSON læknir: . TRÚIN Á IÍFIIÐ Trúin á lífið er trú á fullkomnun þess og heilbrigði, trú á siðgæði og andleg- an þroska, trú á misk'unnsemi og bróð- urkærleika. Þetta ^er takmark lífsins og að þessu ber því að keppa. En það er síður en svo, að lífið bafi stefnt að marki þroska og fulJkomn- unar, — eða ef svo væri, hvernig stend- ur þá á því, að sjúkleiki liefur vaxið með öllum þjóðum? Ef takmarkið liefur verið siðgæði og miskunnsemi og bróð- urkærleiki, bvernig stendur þá á því, að hver styrjöldin eftir aðra liefur dun- ið yfir lieiminn og vablið liatri og misk- unnarleysi og takmarkalausri siðspill- ingu? Um bvað hefur verið barizt? I relsi smáþjóðanna, sögðu þeir, sem koinu styrjöldunum af stað. Nei, og aftur nei. Eiginbagsmunir, logstreita uin fé og völd og yfirráð yfir viðskiptum, slíkar eru Jiinar raunveru- legu orsakir stríða. En þetta endar með ósigri allra. Fá- tæktin herjar löndin. Miskunnarleysið og auragræðgin er bin sama og áður - og heimurinn mun lengi bera merki þess djöfulæðis og þeirrar eyðilegging- ar, sem orðið hefur. — Og enn er níðzt á hinum sigraða undir yfirskini friðar- vilja, Heilsufari manna yfirleitt hefur stór- hrakað og all-flestum þjóðum er enn haldið svo fast í járngreipum kúgunar, að þær skortir möguleika til að varð- veita líf og beilbrigði. Ennþá hefur hin skefjalausa ágirnd og efnisbyggja völdin. Ennþá smíða þjóðirnar drápstæki og selja þau til fjárafla. Vísindi og tækni hafa frekar verið notuð til eyðileggingar en friðsamlegra starfa. Hið síðasta tiltæki er kapphlaup um framleiðslu atómsprengja. Vér Iif- um á atómöldinni, öld viðsjár og ótta. — og enn er efnishyggjan í hásæti og dýrkuð sem drottning, bæði í austri og vestri, norðri og suðri. Heimurinn er samt að vakna af svefni andvaraleysis til vitundar um, að þann-

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.