Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 12

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 12
10 H V Ö T ræður yfir voldugum lækningarmætti og setur hann til starfs. Líf, sem lifað er án samstarfs við hina æðri vizku, verð- ur líkamlega og andlega sjúkt. Lækn- ing, sem ekki er byggð á þessari undir- stöðu, er óhugsandi, að heppnist fvlli- lega. Án næringar getur engin lifshræring átt sér stað. En næringin verður að vera lifandi, náttúrleg og viðeigandi til þess að tryggja mönnum verndun góðrar heilsu. Aðeins slík fæða er í samræmi við náttúrlegt næringarlögmál. Líf þarf til þess að byggja og þroska lífið í mönn- um. Með neyzlu dauðrar fæðu dvínar varnarmáttur líkamans gegn næmurn sem ónæmurn sjúkdómum. Hinn spaki innvortis lækningarmáttur dvínar um leið og líkamiim hrörnar. Ég endurtek hið áður sagða um or- sakir til sjúkdóma: Þær stafa af ónátl- úrlegum lífsvenjum og um fram allt af ónáttúrlegri og dauðri næringu. Takið burtu orsakirnar, og sjúkdómarnir munu hverfa af sjálfu sér. Mannkyninu verður aldrei bjargað með bvggingu sjúkrahúsa, liversu mörg og hversu fullkomin, sem þau verða, og það því síður, sem mest allt starf Jæknanna fer til þess eins að lækna sjúkdómseinkenni alveg án tillits lil orsaka. Hitt er annað mál, að þegar sáð hefur verið til sjúkdóma, eins og þegar sáð er fræi í garð, verður að hlynna að hinu sjúka fólki og hjálpa því eftir megni. En ég segi líka, að hyggilegra væri að styðja jafnframt nátt- úrulækningastefnuna og gefa henni tækifæri til þess að sanna betur kenn- ingar sínar og fræða menn um rétta lifnaðarháttu. Engin þekking er þeim, sem við stjórnmál fást, svo nauðsynleg sem sú, að kunna góð skil á hollustu fæðu- tegunda, ekki sízt hjá þeirn þjóðum, þar sem þegnarnir lifa eins og hjörð í harðindum og hirðirinn kann ekki lil verka, eins og hér er. Til þess að rétta við reyrinn brotna, til þess að lækna hina sjúku, til þess að endurreisa mannfólkið til betra heilsufars bæði andlega og líkamlega, þurfum vér að losna við hinar dauðu og ónáttúrlegu fæðutegundir úr dag- legu fæði. Vér þurfum að losna alveg við innflutning l)his hvíta hveitis-salla og við hinn hvíta sykur, sem er dauð- blíktur og framleiðir þrota í öllum líf- færum. Vér þurfum að losna við hefl- uð rísgrjón og hið fornmalaða, hálf- dauða mjöl, en kaupa í stað þess aðeins ómalað kornið og mala það jafnóðum og þess er þörf. En þetta er ekki nóg. Til þess að sjá héilsu vorri borgið, þurf- um vér einnig að losna við hinn nið- ursoðna erlenda dósamat, sem er dauð fæða og oft marglegin í búðarhillum. 011 þessi „kúnst“fæða er meir og minna lífssneydd. Með alls kyns dauðu sæl- gæti í viðbót er svo framleidd mergð sjúkdóma, sem kosta þjóð vora tugi eða jafnvel hundruð milljóna árlega. Hve lengi endist minnkandi liópur heilbrigðra manna til að bera kostnað- inn af vaxandi fjölda sjúklinga? Þetta er umhugsunarvert. Það er margsann- að og á hvers manns vitorði, að sjúk- dómafjöldinn vex og um leið ekki síð- ur þeim, er sjúkir verða. Við hina svo- kölluðu Packham-rannsókn á heilsufari manna í Englandi revndust 91% allra manna upp og ofan sjúkir, þótt að vísu væru ekki allir komnir á það stig að gera sér það ljóst sjálfum.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.