Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 13

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 13
H V Ö T 11 Krabbamein hefur vakið ugg og ótta meðal þjóðar vorrar. Krabbamein er sjúkdómur, sem má koma í veg fyrir með náttúrlegum lífsvenjum og nátt- úrlegri fæðu. En með gervifæðu og eit- urlyfjum mun það aldrei takast. Eytt hefur verið ógrynni fjár til þess að rannsaka eðli og orsakir krabba- meins, en algerlega án árangurs. Ég geri ekki ráð fyrir, að rannsókn á því hér á landi muni gefa meiri árangur en allar erlendar rannsóknir, sem til einsk- is gagns hafa leitt. Fé væri betur varið til þess að kenna mönnum rétt mann- eldi á þar til gerðu heilsuhæli en að ala menn á tálvonum. Eða hve lengi endist fólkið til að láta draga sig á tálar? Það er eitt víst, að krabbameini verð- ur ekki útrýmt, meðan aðrir hrörnunar- sjúkdómar vaxa og þrífast eins og lauk- ur í garði. Hins vegar er nokkurn veginn víst, að ef unnt væri að útrýma hrörnunarsjúkdómum eins og tannveiki, magasári og sykursýki, þá myndi krabbamein fara sömu leið. Ef matarskömmtun héldi bér áfram, liefði það liagfræðilega þýðingu, að þeir, sem skömmtuninni réðu, væru betur að sér um hollustusemi fæðutegunda en þeir eru, sem hingað til hafa ráðið, livað keypt er til manneldis. Hið sanna er, að þegnar þessa vors íslenzka ríkis eru akur, sem ræktaðir eru í sjúkdómar, eins og væri það gert vitandi vits. Fið erum alltaf aS kvarta undan því, hve œvi okkar sé stutt, og þó högum vifí okkur rétt eins og viS œttum aldrei aS deyja. — S e n e c a. Haustnótt. Á myrkum himni máninn skín og mœnir jarSar til. Hann hverfur þegar dimman dvín í dagsins bláa hyl. Nú sígur höfgi á svala jörS, og sofnar fugl í gjá. Nú liylja frosin fjallaskörS fölnuS kuldastrá. Nú andar kalt viS ystu nes, nú ólgar Rán viS sand, huldar rúnir lífsins les og leysir viljans band. Mín hvílir önd í örmum þér yndisfagra nótt. Þó andi kalt viS ystu sker er allt svo töfra hljótt. H. H. Tvær stökur. ViS skulum kynda bragabál, bjarta tindinn róma, orku mynda í ungri sál andans hrinda dróma. Þegar sól í hafiS seig sunnan gjólan kvika drakk hjá njólu dýran veig, dögg úr fjólubikar. H. H.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.