Hvöt - 01.02.1950, Síða 14

Hvöt - 01.02.1950, Síða 14
12 H V Ö T Spurningar og svör Ýmsum þótti athyglisverður spurningaþátturiim í fyrra tbl. Hvatar s.l. ár. Ritnefnd blaðsins taldi því rétt að vekja þáttinn upp og sendi nokkr- um skólanemendum eftirfarandi spurningar: 1. Lítur þú svo á, að heppilegt sé, að kemiarar og nemendur í framhalds- skólum þérist? 2. Hver er skoðun þín á réttmæti leikfimiskyldu í framhaldsskólum? 3. Þykir þér fara vel á því, að ungar stúlkur noti fegurðarmeðul ? § Svör bárust frá öllum þeim, er heztu þakkir fyrir greiðviknina. Svörin fara hér á eftir: Aðalsteinn GuSjohnsen, Menntaskólanum: 1. Ókleift er að gera slíkri spurningu full skil með stuttri greinargerð, enda illt itr að skera. Ekki mun þó saka, þótt ég láti í ljós þá skoðun mína, að ég tel æskilegast, að kennarar og nem- endur í framhaldsskóla þérist ekki. Mér þætti það lieppilegasta lausnin, ef sú venja gæti komizt á. Á hinn bóginn er öllum ljóst, að slíkt er íiær óhugs- andi eins og er, einkum sakir afar ólíkra skoðana kennara á málinu. Ég held, að þetta yrði til að auðvelda hetri kynn- ingu kennara og nemenda og koma á óþvingaðra sambandi milli þeirra. Revnslan sýnir og, að nemendur hafa kynnzt þeim kennurum betur og fyrr, sem ekki þéra né eru þéraðir. Þó er þetta að sjálfsögðu ekki einhlítt. — Svo ólík- ar eru venjur kennara í þessum málum, að skipta mætti þeim í þrjá flokka. lj Kennarar, sem þúa alla nemendur og krefjast þess meira að segja, að nem- spurðir voru, og kann ritnefndin þeirn endur þúi sig! 2) Kennarar (fremur eldri menn), sem þéra alla nemendur og eiga því fyllilega skilið gagnkvæmar þéringar af hendi nemenda. 3) Kerm- arar, sem þúa alla nemendur sína, en aeskja þéringa frá nemendum. Afbrigði af þessiim flokki mætti telja þá kehii- ara, sem ekki fylgja ákveðinni reglu, en ýmist þúa nemendur eða þéra, en vilja þó, að nemendur þéri sig. 2. Ekkert tel ég sjálfsagðara en leik- fimiskyldu í frainhaldsskólum. Hitt er fremur umdeilanlegt, hvort réttmætt sé, að gefnar séu einkunnir fyrir hana. Þó munu menn komast að raun um, að slíkt er óhjákvæmilegt, ef leikfimin á að koma að gagni. Að öðrum kosti mundu menn vanrækja hana meir en ella. Hitt finnst mér meiri ástæða til að ræða um, hvers konar leikfimi skuli stunda í framhaldsskólum. Hingað til hefur verið iðkuð að því er mér finnst eins konar sýningarleikfimi. Má mjög um réttmæti hennar í framhaldsskól-

x

Hvöt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.