Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 15

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 15
H V Ö T 13 um deila, en sú er skoúun mín, að hún beri vart nógan árangur. Sá hópur fram- haldsskólanema er 'allt of stór, sem veigr- ar sér við að sækja leikfiinitíma. Til að ráða bót á þessu verður að vekja áhuga nemendanna á leikfimi og hollum íþróttum, og er mér ekki grunlaust um, að til slíks þurfi framar öllu breytta tilhögun leikfímikennslunnar. 3. Ég tel ekkert því til fyrirstöðu, ef hóf er á haft. Einkum verður að telja notkun fegurðarmeðala réttlætanlega, ef stúlkurnar telja sig svo illa úr garði gerðar af drottni, að þær verði að taka fram fvrir hendur skaparanum og bæta verk hans. Hins ber að geta, að fæstar stúlkur, sem nota fegurðarmeðul á ann- að borð, virðast kunna með þau að fara í hófi. Ásta Ólafsdóttir, Kvennaskólanum: 1. Eftir mikil heilabrot lít ég svo á, að heppilegast sé, að kennarar og nemendur í framhaldsskólum þérist. •Sumir kennarar, sem kennt hafa við skóla í mörg ár og frá byrjun vanizt því að láta nemendur sína þéra sig, gæti ég trúað, að yrðu ærið langleitir, ef nemendurnir tækju allt í einu upp á því að þúa þá. Auk þess venja þéringar nemendurna á almenna kurteisi, sem eldra fólkið kvartar svo mjög um, að æskuna nú á dögum skorti tilfinnan- lega. Að minnsta kosti eiga nemendur ekki að þúa kennara sinn, fvrr en hann hefur hoðið þeim það. 2. Leikfimiskylda í framhaldsskól- um er bráðnauðsynleg þeim, sem engar íþróttir æfa í frístundum sínuni. Það vill brenna við, að skólaborðin séu langt frá því að vera hentug, og það auk margs annars styður að því, að nemandinn fái ýmis vaxtarlýti. Og á móti þessu öllu á leikfimin að vimia, auk þess sem hún styrkir og herðir líkamann. 3. Ég er langt frá því að vera á móti því, að ungar stúlkur noti fegurðar- meðul, noti þær þau ekki of mikið. í skólanum finnst mér alveg óþarfi að vera ináluð, einnig við vinnu, t. d. j matvörubúðum. Mér yrði blátt áfram flökurt af að sjá stúlkur með langar, lakkáðar neglur afgreiða viðskiptavin- ina í kjötbúðum og mjólkurbúðum. Annars virðist mér, að hin svokölluðu „málverk“, eins og piltarnir kalla þær stúlkur, sem eru mikið málaðar, dansi engti síður eða jafnvel meira en þær, sem eru ómálaðar. Og nú er svo kotnið á almenningsdansleikjum, að stúlka vek- ur blátt áfram athygli, ef hún er ómáluð. fíjarni Halldórsson, Kennaraskólanum: I. Nokkuð algengt mun það vera, að kennarinn standi allfjarri nemend- um sínum, ekki hvað sízt við æðri skólana, og kæri sig jafnvel ekki um að nálgast þá svo mjög í daglegu sam- starfi um námsgreinarnar, enda getur fylgt því sú hætta, að nemandinn læri kennarans vegna eða skólans, en gleymi því, að hann er með skólagöngu sinni og námi að ávaxta sitt eigið pund til nytsemdar fyrir sjálfan sig og það sam- félag, sem hann lifir í, og námið verði því ekki miðað að notagildi þess í „praktisku“ lífi, heldur hitt að gera kennaranum til hæfis eða skammar eft- ir því, sem tekizt hefur um samstarfið. Nú mætti segja, að þetta væri ekki það æskilegasta, en samanborið við, að nemandinn gangi til námsins með hang-

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.