Hvöt - 01.02.1950, Page 16

Hvöt - 01.02.1950, Page 16
14 H Y O T andi hendi, óvild til skólans og kenn- arans, eygjandi engan tilgang, eigandi ekkert markmið eins og of algengt mun vera, má telja hið neikvæða við náin kynni kennara og nemenda með nokkr- um hætti jákvætt, því að góður árang- ur af skólastarfi hlýtur alltaf að yera kominn undir því, að gott samstarf, velvild og jafnvel vinátta takist með •þeim, sem kenna, og hinum, sem nema. Ég tel því æskilegt, að þéringar hverfi úr skólunum. Með þeim sæum við á bak einum þeirra þröskulda, sem að jafnaði torvelda frjálsmannfeg samskipti nemenda og kannara. 2. Eftjr því sem ég bezt veit, eru uppeldisáhrif leikfiminnar lítt rann- sökuð. Áhrif hennar á líkamann mumi heldur ekki þekkt til fullrar hlítar, en sum þeirra, sem þekkt eru, síður en svo æskileg eða holl. Meðan svo standa sakir, tel ég varhugavert að leikfimi sé skyldufag í skólunum. Auðvelt væri að sjá nemendum fvrir nægri og holl- ari hreyfingu á aiman hátt, t. d. með göngu, sundi, leikum, dönsurn og fleiru. 3. Ég tel ekki ástæðu til að amast við fegurðarmeðulum, ef stúlkurnar trúa því, að þær fríkki við að nota þau, en að öðru jöfnu falla mér betur í geð þær stúlkur, sem nota þau ekki eða mjög hóflega. Björn Sigurbjörnsson, Menntaskólanum: 1. Nei. Ég tel, að samband kennara og nemenda verði mun lieiibrigðara, ef þeir þúast. 2. Mér finnst leikfimiskvlda í fram- haldsskólum sjálfsögð. Hins vegar má um það deila, live margir leikfimitímar eru æskilegir vikulega. Ég held, að tveir tímar ættu að nægja. Nemendum, sem sitja mestiin hluta dagsins hálfhognir yfir námsbókum, er nauðsynlegt að hrista af sér rykið, þurrka af sér svit- ann og rétta úr sér öðru hvoru, til þess að halda hfeilsu sinni óskertri jafnt lík- amlegri sem andlegri. En eru það ein- ungis nemendur, sem þurfa að rétta úr sér'f Hví ekki einnig kennarar, skrif- stofumenn og aðrir þeir, sem vinna innanhúss að líkum störfum. Þjóðfé- iaginu veitir sannariega ekki af hraustu starfsliði. 3. Ekki gel ég beinlínis sagt, að ég sé fylgjandi þeirri „make-up“-öldu, sem flæðir yfir hér á landi meðal kvenþjóð- arinnar. Ung stúlka, sem notar fegurð- armeðul úr liófi fram, kemur mér fyrir sjónir sem skrumauglýsing í tízku- blaði eða sýning í búðarglugga. Ung stúlka í blóma lífsins þarf sannarlega ekki að hylja sig óþekkjanlegri grínni til þess að ganga í augun á karlmönn- um. Ekki má samt skilja orð inín svo, að ég liafi nokkuð á móti því, að fölar varir séu iífgaðar upp eða augnatillitið gert svoiítið elskidegra, síður en svo. Dömur, sem farnar eru að óttast liarða samkeppni við hinar yngri og eiga jafn- vel von á „piprun“, þurfa ekki að skammast sín fyrir notkun fegurðarmeð- ala. — En ég tel meðalhófið hezt, vil engar öfgar, hvorki til né frá. Hákon Heimir, V erzlunarskólanum: I. Yfirleitt tel ég sainstarf kennara og nemenda verða nánara og betra, ef þeir þúast, einnig álít ég nemenduma eiga að skoða kennara sína sem leið- beinendur og vini, og finnst mér það ekki geta samrýmzt því, að þeir þér-

x

Hvöt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.