Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 17

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 17
h v ö t 15 ist. Svo nmn og vera um óskir nem- enda yfirleitt, að þeir vilji frekar mega þúa kennara sína en þéra. Af þessu hefur leitt, að ungt fólk nú á dögum kann varla að þéra. Það bvrjar oft viðræður við ókunnuga með því að þéra þá, en er farið að þúa þá, áður en það veit af: eða það þérar þann ókunnuga í öðru orðinu, en þúar í liinu; eða það blátt áfrarn bara þúar. Þetta taka menn þá stundum sem persónulega móðgun við sig, virðing- arleysi eða skort á menntun. Á þessu má ráða bót með því blátt áfram, að skólastjórar og yfirkennarar láti nem- endur í skólum þéra sig og kenni þeim þar með þennan sérstaka talshátt. 2. Réttmæti leikfimiskyldu í fram- baldsskólum er að rnínu áliti algerlega óumdeilanlegt, og finnst mér í sumum skólum allt of lítil áberzla lögð á leik- fimikennsluna og nemendum gert allt of létt fvrir að losna undan henni. Unglingum í frambaldsskólum mun yf- irleitt ekki veita af þeirri hollu áreynslu og hrevfingu, sem leikfimin býður, til að vega upp á móti kyrrsetunum og breyfingarleysinu, sem skólanámi allt- af fylgir. 3. 1 skóbim eða beimabúsum tel ég málaðar varir stúlkna óviðeigandi. jón Már Þorvaldsson, Flensborgarsk. Hafnarf.: 1. Eg tel rétt, að nemendur þéri kennara, þangað til þeir bjóða nemend- um „dús“, á meðan ekki eru til neinar almennar reglur um það. En ég tel heppilegra, að nemendur og kennarar þúist, því að þá rná búast við nánara sambandi milli þeirra. 2. Ég tel alveg sjálfsagt, að leikfimi sé skyldunámsgrein í skóltim, því að það er margrannsakað mál, að ungu fólki, sem situr mikið inni við lestur, er nauðsvnlegt að fá líkamsbreyfingu, sem svarar til ekki minna en þrem leikfimistímum í viku. Engir nema bæklaðir nemendur ættu að fá undan- þágu frá leikfimi. 3. Ég tel mjög bæpið, að ráðlegt sé fvrir ungar stúlkur að nota fegrunarlyf. Samkvæmt vísindalegum atbugunum befur komið í Ijós, að flest fegrunarlyf bafa skaðleg ábrif á húðina. Ég vil langtum beldur sjá ungar stúlkur í sinni réttn mynd, heldur en tildursdrósir, sem geta litið allt öðru vísi lit í dag en í gær. Magnea Kolbrún Leósdóttir, GagnfrœSask. Austurbœjar: 1. Mér finnst sjálfsagt, að nemendur þéri kennara í skólanum, þeir bafa gott af því að venjast almennum kurteisis- reglum, áður en þeir fara að lifa líf- inu sjálfstætt, því að þeir munu ofl þurfa á þeim að halda. Sérstaklega eru þéringar algengar víða erlendis. Margir eru algerlega á móti þéringum, og liafa þeir eflaust mikið til síns máls. 2. Mér finnst sjálfsagt, að stúlkur stundi leikfimi, en gæta verður bófs í þeiin hlutum. Sérstaklega tel ég, að skólastúlkur þurfi og hafi gott af að stunda leikfimi vegna hinna einhliða hrevfinga þeirra við námið og vegna hins takmarkaða tíma utan náms og skóla, sem er þá oftast notaður til skemmtana og annars gamans. Stúlkur eiga ekki að hafa stífa og stælta vöðva, en svo vill oft fara af of mikilli leikfimi- iðkun. 3. Það er ekkert á móti því, að stúlk- ur noti fegurðarmeðul, ef þær bafa þörf

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.