Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 20

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 20
18 H V ö T 3) að ráða þjálfara. 4) að vel ja hið endanlega landslið, sem sent verður út og varamenn þeirra. 20 VALDIR ÚT Eftirtaldir 20 menn voru síðan valdir með það fyrir augum að æfa undir keppnina: Frá Ármanni. Kjartan Magnússon, Sig. Norðdahl, Sigfús Einarsson, Snorri Ol- afsson, Magntis Þórarinsson og Haukur Bjarnason. Frá Val. Sveinn Helgason, Hafsteinn Guðmundsson, Sólmundur Jónsson, Val- ur Benediktsson, Sigurhans Hjartarson. Frá Fram. Birgir Þorgilsson, Kristján Oddsson og Sveinn Ragnarsson. Frá í. R. Ingi Þorsteinsson og Rúnar Bjarnason. Frá K. R. Hörður Felixson og Guð- mundur Georgsson. Frá Víking. Þórir Tryggvason og Axel Einarsson. Þjálfari var ráðinn Stefán Kristjáns- son íþróttakennari. Það er athyglisvert, þegar litið er vfir þennan hóp, að af 20 eru 10, sem stunda nú nám á framhaldsskólum og 5, sem nýlega hafa verið í framhalds- skólum. Þetta sannar áþreifanlega, hversu handknattleikurinn á sterk ítök meðal skólaæskunnar, enda er hand- knattleikurinn vafalaust sú íþróttagrein, sem mestum vinsældum á að fagna í skólunum og það að verðleikum. Af þessum 20 manna hóp verða síð- an valdir 12 13 í landsliðið. Til að fyrirbyggja misskilning skal það þó tekið fram, að ef fram koma liðtækir leikmenn utan þessa lióps, verður tek- ið jafn mikið tillit til þeirra og hinna, sem hér að framan Iiafa verið taldir upp, þannig að aðeins verður stefnt að því að fá sem bezt og sterkast lið. 8 LÖND VERÐA MEÐ Alls taka 8 lönd þátt í keppninni, en það eru auk Islands, Svíþjóð, Dan- mörk„ Noregur, Finnland, Frakkland, Ungverjaland og Austurríki. Um styrk- leika þessara þjóða er ekki gott að segja með vissu, enda þótt vitað sé, að Svíar og Danir séu í sérflokki, einkum þó Svíar. SIGURMÖGULEIKAR Keppni þessi er útsláttarkeppni, þannig að það land, sem tapar einum leik, fellur þar með úr keppninni. Is- land leikur sinn fyrsta leik 16. febr. í Lundi og er það á móti Frakklandi. Sennilega höfum við verið heppnir að lenda í fyrsta leik á móti Frökkum, þar sem þeir eru ekki taldir mjög sterkir. Fari svo, að við vinnum Frakkland, keppum við næsta leik við Danmörk og reiknum við frekar með að tapa honurn en vinna, enda þótt hvergi muni gefið eftir. Hvort síðan verður keppt um þriðja sætið, er mér ekki kunnugt urn, en það er ekki ólíklegt eins og t. d. á Olympíuleikunum, þar sem einn- ig er viðhöfð vitsláttarkeppni. Islenzka landsliðið fer héðan flug- leiðis 13. febr. til Kaupmannahafnar en þaðan með ferju til Malmö. Hverjir verða í liðinu er ekki ákveðið þegar þetta er ritað, en liðið verður valið inn- an fárra daga. Sig. Magnússon. Síðan Sigurður skrifaði grein þessa, hefur hann valið eftirtalda menn í lands- lið Islendinga 1950:

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.