Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 21

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 21
H V Ö T 19 I. A. Þ. Mér varð allbilt við, er ritstj. Hvatar kom til mín, eftir áraniótin, og bað mig um fram- hald ferðasögunnar í 1. febr. blaðið, því satt að segja hafði ég ekki munað eftir að ljúka þessari langloku niinni. Eg sagði háttvirtum ritstj., að mér væri ómögulegt, yegna anna, að bripa þetta niður fyrir tilsettan tínia. En „Mangi“ veitti enga miskunn og skipaði mér að skrifa um eitthvað i stað ferðasögunnar. Ég varð vitanlega að hlýða meistaranum. Og hér keniur þá þetta „eitthvað“ mitt, lítið og fátæklegt. Sa, sein setið hefttr í skólastofu við andlega ítroðslu heilan vetur, þarfn- ast fremur öllu öðru líkamlegrar áreynslu að sumrinu til. Því var það, að ég ákvað, síðastliðið vor, að sækja mér aukið súrefni og vöðvastyrk í síldarstarfið. Þegar ákvörðun Jiafði verið telvin um síldarstarf, varð að velja síldarstað. Val- ið bvggðist á eftirfarandi dæmi: Síldin var á austursvæðinu síðasllið- ið sttmar og sumarið þar áður. Hún tnun að öllum líkindum verða þar í sumar. Þar sem síldin er, þar er einnig púlið og peningarnir. Utkoman varð því Raufarhöfn. Það var raunsæi, en ekki rómantík, sem Birgir Þorgilsson, Fram. Gtinnar Haraldsson, 1. R. Hafsteinn Gtiðmundsson, Val. Ingi Þorsteinsson, 1. R. Jón Erlendsson, Ármanni. Kjartan Magnússon, Ármanni. Magnús Þórarinsson, Ármanni. úrslitum réði, því Siglufjörður er ólíkt fegurri staður en Raufarhöfn. Eg leit þetta litla síldarþorp af þil- fari Esju aðfaranótt verzlunarmanna- frídagsins. Ekki var útsýnið fagurt. Grjót og aftur grjót. Lágkúrulegir og Ijótir kof- ar liér og þar. Dauðakyrrð var og drungi yfir öllu. „Guð minn góður, livílík krumma- vík“, ltugsaði ég. Þegar í land kom, fór ég að litast um eftir hragga þeim, er ég skyldi í hírast, meðan ég dveldi á þessum „dýrðarstað“. Ég fann hann fljótt með Jijálp lieiðursmanns nokkurs. Þar voru allir í fasta svefni nema ráðskonan. Hún gaf mér vel lieitt kaffi og tjáði mér, að von væri á skipi með síld í salt eftir Jiálftíma. Að hálftíma liðnum stóð ég á plan- inu (staðurinn, þar sem síldin er sölt- uð, nefnist „plan“. Ekki áltyrgist ég, að orð þetta sé alls kostar góð íslenzka.) í síldargallanum innan ttm sjómenn og „sætar“ síldarmeyjar. Eg var ekki Jaus við feimni innan Kristján Oddsson, Fram. Sigurður G. Norðdalil, Ármanni. Snorri Olafsson, Ármanni. Sigurhans Hjartarson, Val. Sólmundur Jónsson, Val. Sveinn Helgason, Val. Valur Benediktsson, Val.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.