Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 23

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 23
H V Ö T 21 þröngt og verkfærin ekki ætí3 í sem beztu lagi, bryggjan óslétt og .vont að aka á lienni. En samstarf okkar félaga var gott, enda var ég þeim vel kunn- ugur, áður en norður kom. Stúlkurnar voru aldeilis ágætar og að mörgu leyti sérstakar í sinni röð. Það bólaði aldrei á neinni Siglufjarð- arsíldarfrekju hjá þeim. Og þær voru svo bjálplegar og kurteisar liver við aðra og okkur, að einsdæmi mun á síldarplani. Þær virtust vera blessun- arlega lausar við hið gráðuga peninga- æði, þetta andstvggilega bremiimerki einstaklingshyggjunnar, sem einkennt hefur sumar Siglufjarðarkerlingar. Stúlkurnar okkar voru mjög sjaldan fúlar í skapi, þótt þreyttar væru. En síldarsöltun er eitt liið erfiðasta verk, sem um getur, og fólk, sem er þrautpínt og útjaskað af erfiði og svefn- levsi, er alltaf geðverra en ella. Það var ætíð glatt á hjalla á plan- inu, j)egar á söltun stóð, en enginn skyldi halda, að iðjuleysi væri því sam- fara, nei síður en svo, vel var jafnan unnið. Stúlkurnar voru harðmæltar og frjálsar mjög í fasi. Ávarpsorð þeirra voru oft eitthvað á þessa leið: „Æ, lrjart- ans krúttið, ég skal elska þig til eilífð- ar, ef þú færir mér salt“ eða „Þú ert svo andskoti ágætur og klár í branz- ann, kveiktu nú í sígarettu fyrir mig“. Slíkri og þvílíkri skemmtilegri vitleysu köstuðu þær oft að okkur planbræðr- um, en við grýttum þá einhverri léttri fyndni að þeim til endurgjalds. Stund- um höfðum við þann starfa, þegar hlé var á söltun, að ganga rnilli þeirra og „mata“ þær á sígarettum, J). e. a. s. taka út úr eittni og láta upp í þá næstu o. s. frv. Við söltun hafa stúlkurnar vettlinga á höndum, oft tvenna, og fast reyrða um úlnlið. Þeir eru jafnan slor- ugir, og eru stúlkurnar því lítt færar um að fitla við sígarettur og eldspýtur. Okkur fannst þessi frumstæða reykinga- aðferð lítt til fyrirmyndar, en ekki tjó- aði að tauta um j)að, stúlkurnar heimt- uðu sinn reyk refjalaust. Oft báðu þær okkur að lagfæra höf- uðslæðumar, binda svunturnar betur, greiða hárið frá augunum o. s. frv. Við urðum fúslega við öllum slíkum til- mælum, enda þægilegt dútl. Nokkrum sinnum sungu þær við síld- arkassana, en slíkt mun eigi algengt á plönum. Helzt kyrjuðu þær „villta“ slagara með tilheyrandi rytmarykkjum. Stundum nefndum við þær „gleðikon- urnar“ í gamni, en j)ær tóku það frem- ur óstinnt upp og klíndu á okkur ýms- um fruntalegum nöfnum í hefndar- skyni, svo sem „skarfar“, „naglbítar“ o. fl. Raufarhafnarbúar hafa gælunöfn í heiðri miklum. Daglega hljómuðu ýmsar annarlegar styttingar í eyr- um mér: Jenna, Júlla, Villa, Steina; og Massi, Mári, Höddi o. s. frv. Ertni unglinga j)eirra, er unnu á plan- inu með okkur, þegar mest var að gera, kom oft niður á nöfnum náungans. Þá var Eggert nefndur „Ekkert“ og Maríusi (Massa) borið það á brýn, að hann liéti í höfuðið á Maríu mey, hverju hann ekki var sérlega hrifinn af. Ungl- ingar j)essir voru harðsnúnir og ósér- hlífnir við vinnu. Það kom sér líka betur, j)ví oft var mikið unnið og lengi í einu. Iðulega vorum við að í 37 tíma og stundum lengur, J)ví að mikið af síld

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.