Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 24

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 24
22 H V Ö T barst á land og ekki nema ein söltun- arstöð á Raufarhöfn. Ein törnin stóð vfir í 42 tíma og urðu ýmsir að beita brögð- um til að sofna ekki við vinnuna. Það var á öðrum degi þessarar löngu vöku, heitum sólardegi, að ég var við pæklun (hella saltvatni í tunnurnar) ásamt Mára og Massa. Tunnurnar hitn- uðu mjög og endurvörpuðu geislum sólarimiar í ándlit mér. Eg stóðst vart þetta sterka svefnmeðal, skipaði strák- unum að lialda áfram og snaraði mér síðan í bað í S. R. Það hressti mig mjög, óg var ég hinn brattasti eftir það. Von- andi koma þessar línur ekki fyrir augu míns ágæta atvinnurekanda frá í sumar, því ekkert vissi hann um baðferðina og vinnuskrópið. Eg ætla að Ijúka þessu greinarkorni með því að minnast lítillega á skemmt- analíf og íbúa staðarins. Dansleikir voru æði oft, enda þótt mikið væri að gera. Þeir voru lielzt haldnir í illviðrum, því að þá lágu síldarskipin inni. Vondum veðrum var því ekki alltaf illa tekið. Þau gáfu samkomuhúseigend- uni gull í mund og ungnm sálum marga sælustund. Oftast var húsfyllir og stund- um vel það. Eigi er ofmælt, þótt sagl sé, að þá hafi ekki verið meira rúm fyrir parið á dansgólfinu en sérhverja síld í neðsta lagi tunminnar. Oft var mikill slagur um stúlkurnar, því að framhoð var mun minna en eftirspurn. Það kom t. d. eitt sinn fyrir, er ég gekk úr danssal til drykkju (kaffidrykkju) ásamt tveim ungum meyjum, að sjó- arar nokkrir, sem stóðu utan dyra, hugð- ust taka aðra meyna af mér. Þetta ætl- uðu þeir að framkvæma á forsendum jafnréttis og sósíalisma, og vissulega var þeim nokkur vorkunn. „En góðu bræð- ur“, sagði ég. „Hér gilda lögmál frjálsr- ar samkeppni og auk þess hefur eng- inn sósíalisti hahlið fram þeirri firru, að konur skyldu þjóðnýttar“. Piltarnir létu sér þessa skýringu Ivnda, enda ódrukknir, og við komumst vandræða- laust í kaffið. A leið úr kaffi lentum við í engu klandri, en áttum í örlitlu orðak.asti við 7 ára snáða af staðnum. „Komdu sæll“, sagði ég. „Skíthæll“, svaraði hann, án hiks. Við hlógum að þessu hnittna svari, þótt gróft væri. Mér fannst það lýsa geysimikilli rímsnilli. Oft var það undir liælinn lagt, hvort ungir piltar kæmust klakklaust frá því feikna fvrirtæki að fylgja stúlkum lieim af dansleikjum. t þetta skiptið slapp ég furðanlega, þótt „voðann“ hefði á bæði borð. Vissara gat verið að gera fyrirfram dánssamning við stúlkurnar, því „gæs- irnar“ gáfust vfirleitt alls ekki, og höfð- um við landmenn mun betri aðstöðu í því efni en sjómenn. Yfirleitt fóru dansleikir vel frani og ágætlega miðað við aðstæður. Þrengsl- in voru helzti þyrnir í augum manna. Jæja, ekki meir um það, en örfá orð um Raufarhafnarbúa. Ég minntist á húskofa þeirra í upp- hafi þessa greinarkorns og ekki lof- samlega. En útlit þeirra ségir vitan- lega lítið sem ekkert um andlega inn- réttingu eða hjartalag fólksins, sem í þeim býr. Og engum nema andlega fáráðum kemur til hugar að dæma menn eftir kofum þeirra eða klæðum. Húsin voru þó hvergi nærri svo ljót sem sýndist af þilfari Esju. Mörg þeirra voru nýmáluð og betur útlítandi en fjar- læðin gaf til kynna.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.