Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 25

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 25
H V Ö T 23 TÆKNIÞÁTTUR HVIRFILV&NGJUI (Helicopterflugur) Nafnið hvirfilvœngja er ný- yrSi í íslenzku, sem fyrst sást í blaSa- grein fyrir nokkrum árum. Þó aS nafniS hafi lítilli útbrei&slu náS, kýs sá, sem fietta ritar, fremur aS nota þaS en erlenda orSiS h eli- copter, end'a vœri tjón, ef ný- yrSiS nœSi ekki aS festast í málinu. ÍJr sögu hvirfilvængjunnar. Hugmyndina að hvirfilvængjunni ber okkur að þakka fjölfræðingnum mikla, Leonardo da Vinci. Með- al margra tilrauna hans í þá átt að húa til flugvél, teiknaði hann n. k. loftskrúfu, sem mun vera fvrsta tilraun til að smíða livirfilvængju. Síðan hefur miklu fé, erfiði og heila- brotum verið varið í því skyni að smíða nothæfa hvirfilvængju. Núlifandi kyn- slóð auðnast að sjá fyrstu hvirfilvængj- urnar, árangur margra alda erfiðis, — lyfta sér til flugs, fljúga lóðrétta stefnu sem lárétta, „aftur á bak og út á hlið“, og nema staðar í loftinu. Fyrir stríð glímdu verkfræðingar við Mér er mjög ljúft að geta þess hér, að Raufarhafnarbúar reyndust mér bezta fólk, blátt áfram, og blessunarlega laust við það sem nefnist „að hafa horn í síðu náungans“, og ég hygg, að í engu smáþorpi á Islandi sé betra samkomulag manna á meðal en þar. fjölmargar flugvétaverksmiðjur við að smíða livirfilvængjur. Þjóðverjar munu hafa komizt næst markinu 1936, er hvirfilvængja var smíðuð hjá Focke- Wulf verksmiðjunni. 1 stríðsbyrjun smíðaði Bandaríkja- maðurinn Igor Sikorsky hvirfilvængju, sem gat flogið þrátt fyrir ýmsa galla. Var tilraunum haldið þrotlaust áfram í Sikorskyverksmiðjunum á stríðsárun- um. Snemma í stríðinu tók herinn fyrstu hvirfilvængjuna, Sikorsky R. 4. B., í notkun. 1944 kom ný og betri hvirfil- vængja, R. 5, frá Sikorskyverksmiðjun- um, og R. 6, sein kom nokkru seinna, tók báðum þeim fyrri mjög fram. 1 mörgum öðrum verksmiðjum, einkum í Bandaríkjunum, var og er eytt miklu fé og erfiði til tilrauna með hvirfilvængjur. Re/f-hvirfilvængjurnar bandarísku munu ásamt Sikorsky-flugunum vera fullkomnustu hvirfilvængjurnar. Flug- vél sú, sem hingað til lands var flutt á vegum Slysavarnafélags íslands, var 2 sæta Bell-hvirfilvængja af tegund, sem Ég var 5 vikur á þessum mesta þjóð- þrifa- og atorkustað sumarsins, og hélt heim á leið í byrjun septembermánuð- ar ásamt Þorvarði örnólfssyni ritstj. Hvatar, andlegum hirði Kvennaskóla- rneyja, sem púiað hafði í S. R. sumar- langt, sér og ríkinu til blessunar.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.