Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 29

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 29
H V Ö T 27 Frá þingi S. B. S. 18. þing S. B. S. var haldið í Kenn- araskóla Islands í Reykjavík dagana 26. og 27. nóv. s. I. Þingið sátu 97 fulltrúar frá 14 sam- bandsfélögum. Mikill áhugi ríkti á þinginu fyrir aukinni útbreiðslustarfsemi og eflingu S. B. S. Voru einróma samþykktar áskor- anir til Alþingis og ríkisstjórnar um ráðning erindreka, er starfi eingöngu á vegum skólanna í landinu, í þágu bind- indis- og félagsmála. Ennfremur lýsti þingið yfir því, að velflestir „skemmti- staðir“ landsmanna væru miklu fremur gróðrarstíur fyrir drykkjuslark ung- menna og auðnuleysi, og taldi slíkt ófremdarástand í skemmtanalífinu van- sæmandi fyrir menningarþjóð. Aftur á móti ríkti almenn ánægja yfir stofnun Bandalags æskulýðsfélaga Reykjavíkur (B. Æ. R.) og bét þingið á alla æsku Reykjavíkur og velunnara og félaga S. B. S. að fylkja sér einhuga undir merki þess. Mestar urðu umræður, þegar fjármál Sambandsins voru rædd. Komu þegar fram tillögur um niðurfellingu 1000 króna stvrks S. B. S. til mánaðarblaðs- ins „Einingar“, en jafnframt var lögð áherzla á aukna útgáfu „Hvatar“, og aukna útbreiðslustarfsemi Sambaudsins. d. 14. b3—Dh4. 15. Df3 RXh3. 16. He2 RXh3 17. gXh3 DXh3 19. ÐXh3 BXh3 og hvítur hefur betur. 14. Rg4Xh2! 15. KglXh2 Dd8 h5 16. Kh2—gl. Bd6Xg3 17. f2Xg3 Dh4Xg3 18. Kgl- hl Bc8--g4 19. Rbl—d2 Ef hvítur forðar drottningunni, mátar svartur með Bd4- -f3. 19. Bg4Xdl 20. HelXfH Ha8- —e8 21. Rd2 —fl Dg3- —h3 22. Rfl- —h2 He8- -e2 23. Bcl —f4 Dli3—g2 mát. Var þar og lagt til að Sambandsfélög fengju „Hvöt“ ókevpis frá Sambandinu, en þeim þó heimilað að selja hvert ein- lak á 1 krónu, meðan skattur hvers félaga til S. B. S. er 3 krónur. Eftir allmargar umræður voru tillög- ur þessar bornar undir atkvæði og sam- þykktar með yfirgnæfandi meiri hlula þingfulltrúa. Ymsar fleiri ályktanir og tillögur komu fram, og sýndu þær allar aukinn skilning og bjartsýni á störfum S. B. S. í þágu skólaæskunnar. Formaður Sambandsins, Ingólfur A. Þorkelsson, og varaformaður, Finnbogi Júlíusson, báðust undan endurkosningu vegna anna. Færði þingið þeim þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Sambandsins. Kosið var í fastar nefndir Sambands-

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.