Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 8

Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 8
6 H V Ö T ist í nokkurra metra fjarlægð frá stóln- um. Lézt ég hlusta með athygli á óskilj- anlega Ijóðaþvælu, er gekk upp úr lion- um án afláts. Var ég þó, sem fyrr segir, með öllu áhugalaus, enda fór flest fyrir ofan garð eða neðan hjá mér, það sem hann þuldi. Leið svo nokkur stund, að ég gat ekki fengið mig til að skilja manninn eftir þama aleinan yfir kvæðunum sín- um. Vis8Í ég þá ekki, fyrr en hann yrti á mig: „Ungi maður, ég sé að þú hef- ur áhixga á kveðskap“. —1 Hvað átti ég að segja? Sannleikann? Nei, þá var vissulega réttara að syndga svolítið í nafni mannúðarinnar. Ég hlaut að leika lilutverkið til enda, úr því sem komið var. „Já, ég hef mjög mikinn áhuga á öll- um skáldskap, ekki sízt laglega gerð- um ljóðum“. Þessi smávægilegu ósannindi urðu, þótt meinlaus kunni að sýnast, orsök mikilla atburða. Hvað um það, nú tókust með okkur vingjarnlegar samræður um hið sam- eiginlega áhugamál(!) okkar, kveðskap- inn. Tókst mér snilldarlega að koma fyrir mig einsatkvæðisorðum, þar sem við átti, enda er ég gæddur ríkum ágizk- unarhæfileika á því sviði. — Meiri þátt |>urfti ég tæpast að taka í samræðunum, svo blesstmarlega mælskur var karl- inn. Þannig spjölluðum við nokkra stund saman í góðri vináttu. Meðal annars fræddi kunningi minn mig á því með sýnilegu stolti, að úr stólnum sínum hefðu talað fulltrúar flestra þjóða lieims. Kom mér þá til hugar að spyrja liann, hvort nokkur Tslendingur hefði notið þeirrar frægðar, en hann varð fyrri til og sagði: „Ég hef til dæmis liaft hérna einn eða tvo Svía, ljómandi menn. Þú ert sænskur, sé ég. Það leynir sér ekki. Annars hregzt varla, að ég geti sagt til um útlendinga, hverrar þjóðar þeir eru“. Ég ætlaði að leiðrétta þennan smá- vægilega misskilning, en hann hélt áfram, áður en ég kæmist að: „0, blessaður vertu, þetta kemst upp í yana“. — Sjálfsagt hefur hann bú- izt við, að ég ætlaði að fara að hæla lionum fyrir glöggskyggnina og af hjart,- ans lítillæti viljað verða fyrri til að gera lítið tir og hálfgert afsaka þessa snilligáfu sína á sviði mannfræðinnar. „Önei“, sagði ég brosandi, „reyndar er ég nú Islendingur, kominn til jafns af konungum og þrælum“. Hann tók viðbragð. „íslendingur“, sagði hann með ákafa. „Nú var ég svei mér heppinn. Ég hef einmitt ekki náð í neinn Islending fyrr en núna“. Ég leit á hann spyrjandi. Mér virtist svipur lians helzt minna á ástríðufullan frí- merkjasafnara, sem loksins kemst í tæri við sjaldgæft eintak, sem hanu vantar í safnið. Mér varð nú ekki um sel, enda ekki svo skyni skroppinn að mér gæti dul- izt, hvað karlinn var að fara. Ætlaði ég því að kveðja hann við svo búið, en hann varð enn fyrri til og hrópaði vfir mannfjöldann, sem dl þessa hafði ekki virt hann viðlits: „Herrar mínir og frúr, hér er kom- inn ungur íslendingur, sem ætlar að fara með nokkur Ijóð á móðurmáli sínu. Gefið hljóð!“ Mér brá svo, að ég gat engu orði

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.