Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 9

Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 9
H V ö T 7 upp stunið til andmæla, en lá helzt við að lyppast niður af hreinni hugar- angist. Ljóð! ja ekki nema það þó! Á þessari stundu gat ég varla komið fyrir mig einni Ijóðlínu, hvað þá heilu kvæði, enda aldrei sterkur á því svelli. „Hvaða villeysa“, mótmælti ég í ákafa, er ég loks gat komið upp orði. „Ég má ómögulega vera að því, ég er á hraðri ferð“. Hopaði ég nú á hæl og hugðist flýja, — en of seint! Margfaldur mann- hringur hafði þá þegar tekið sér stöðu rnilli mín og frelsisins. „Nú, upp í stólinn tneð þig“, hrópaði einn þeirra, sem í innsta hringnum stóðu. Ég leit til hans og sá óljóst fyrir mér fílefldan raum, er gerði sig líkleg- an til að fylgja orðum sínum eftir með tilsvarandi athöfn. Ég leit í öngum mínum yfir hópinn, en sá á augabragði, að þaðan var hvergi miskunnar að vænta. Hlaut ég nú að stíga það spor, er ég hef einna þyngst stigið á lífsleiðinni, það af er, upp í stólinn. Mér fór þarna líkt og músaranga, sem umkringdur er af kattasæg og kýs heldur að hlaupa í opna gildru en gefa sig köttunum á vald. En eins og gildran er músinni vörn gegn kattaklónum, þannig varð mér nú strax rórra þegar í stólinn var komið. Rann smátt og smátt af niér mesti ótt- inn, unz ég áræddi að taka til ntáls. „Góðir áheyrendur“, sagði ég og reyndi að bera mig mannalega, en radd- böndin létu ekki réttilega að stjórn, ef satt skal segja. Ég reyndi aftur og tókst nú öllu betur. Var þó heldur hik- andi í fyrstu. Ég byrjaði með að segja, að ég væri kominn úr landi ljóða og sagna, þar sem hverjum manni væri meðfæddur hæfileikinn til að yrkja. Feginn varð ég, að enginn skyldi spyrja, hvort ég sjálfur gæti sett saman vísu. Mér hefði þótt hvorugur kostur- inn góður, að segja um það sannleik- ann, né Ijúga (af skreytninni hafði ég þegar fengið hitra reynslu þetta kvöld). „Láttu okkur þá heyra eitthvað af ljóðunum vkkar“, sagði kunningi minn, karlinn. „J a, eiginlega er ég alls ekki við því búinn að flytja hér ljóð, enda þótt af iniklu sé að taka“. Ég streyttist af alefli við að muna eittlivað af þeim fáu kvæðum, sem ég kunni, en mér gat ekki með neinu móti tekizt að kalla fram hinn minnsta kvæðisstúf, svo ger- samlega ruglaður var ég. Ég sá, að eitthvað annað varð til bragðs að taka, því að fólkið vildi liafa eitthvað fyrir snúð sinn. „Ég held því, að ég láti nægja að tala nokkur vel valin orð á óbundnu íslenzku máli, ef ykkur er sama“. Enginn liafði neitt við það að athuga, sem betur fór. Til öryggis taldi ég rétt að fá strax úr því skorið, hvort þarna í þyrping- unni væri nokkur, sem skildi íslenzku. Mér létti nokkuð, er sú rannsókn varð neikvæð. Skyiidilega varð mér ljóst, að ég gæti þá sagt, livað sem mér þóknaðist. Enginn myndi skilja aukatekið orð. Mér lá við að skella upp úr. En þá blossaði upp í mér reiðin yfir þeirri meðferð, er ég hafði orðið fyrir nauðugur. Hvort ég skyldi ekki segja þeim til syndanna þessum gorturum, þessum vindbelgjum, sem þóttust vera útverðir alls frelsis, en lögðust ]ió svo lágt að beita saklaus- an sveitamann úr afskekktu útkjálka-

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.