Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 12

Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 12
10 H V ö T ÍSALDARDÝR Loðinn nashyrning- ur; Saiga antílópa og mammút í baksýn. (Málverk eftir Charles R. Knight. American Museum of Natural History, New Y ork). calpicus.* En þar eS enginn vissi með vissu í hvernig jarðlögum kúpan hafði fundizt, var hún ekki talin áreiðanlegt sönnunargagn við ákvörðun á aldri mannkynsins. En þegar höfuðkúpan frá Neanderdal var horin sanian við Gíbralt- arhöfuðkúpuna, sást, að þær voru mjög líkar og nú er Gíbraltarmaðurinn tal- inn til homo neanderthalensis. II. EINKENNI OG LIFNAÐARHÆTTIR Fyrir nálægt 130.000 árum, seint á hlýviðrisskeiðinu milli þriðja og fjórða ísaldarskeiðs,** hélt Neanderdalsmaður- inn inn í Evrópu. Loftlagið í álfunni var tekið að kólna, og síðasta ísaldar- skeiðið, — Wiirmísöldin — var í aðsigi. Neanderdalsmaðurinn hélt velli langt fram eftir því tímabili, en dó síðan út. Nú skulum við bregða okkur einar þúsund aldir aftur í tímann og athuga einn þessara karla. Hann er lítill vexti, varla mikið hærri * Calpe: gainalt nafn á Gíbraltar. ** Isöldin hófst fyrir ca. einni milljón ára. Skiptist hún í fjögur ísaldarskeið með hlý- viðrisskeiðum á milli. A hlýviðrisskeiðunum varð hitinn heldur meiri en hann er nú. Síðasta íwldarskeiðinu lauk fyrir um það hil 10—15.000 árum. Talið er, að við lifum nú á hlýviðrisskeiði milli ísalda. en 150—160 cm. Haun er þrekinn og bolurinn þunglamalegur. Fæturnir eru mjög stuttir frá hné að ökla, maður- inn er auðsjáanlega enginn hlaupari. Hann gengur hokinn í hnáliðunum, — það vita menn af gerð liðamótanna. Hendurnar eru stórar og klunnalegar. Hálsinn er stuttur og höfuðið teygt fram á við; ennið er lágt og liallast aftur. Fyrir ofan augun er stór, óslitinn bein- hryggur, sem einkennir flestar frum- stæðar manntegundir og mannapana. Neðri hluti andlitsins er sterkbyggð- ur, munnurinn framstæður og tennurn- ar stórar og sérkennilegar að gerð. Neðri kjálkinn er stór og sterkur, liaka engin. Heilabúið er allstórt, að meðaltali 1400 rúmcentimetrar, og stundum allt að því eins stórt og í nútíma Evrópumanni, en heilinn er nijög frumstæður að gerð og lögun, mun frumstæðari en heili nokkurra núlifandi manna.* Neanderdalsmenn kunnu að fara með eldinn. Þeir lifðu á svonefndri eldri steinöld; vopn þeirra voru að mestu úr óslípaðri tinnu. 1 fyrstu hafa þeir lifað úti allt árið, kveikt sér eld til þess * Til samanburðar má geta þess, að heili Ástralíunegra er um 1290 cm3 að jafnaði. Nútíma Evrópumaður hefur um 1450 cm3 heilabú.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.