Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 13

Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 13
H V Ö T 11 Höfuðkúpur af Neanderdalsmanni, Ródesíumanni og nútímamanni. að fæla burt villidýrin og- steikja mat sinii við. Þegar kaldast var hlóðu þeir skýli úr greinum. Þarna vom að vísu víða kalksteinshellar, en þeir voru þaul- setnir villídýrum. En Neanderdalsmenn fældu dýrin burt með eldum sínum og settust að í hellunum. Með tinnuvopnum veiddu þeir smærri dýrin, — vísunda, úruxa, hirti og hreindýr. Stærstu dýrin, nashyrn- inga og mammúta, veiddu þeir í gryfjur. Um síðustu aldamót fundust bein Neanderdalsmanna í helli nálægt þorp- inu Krapína í Norður-Króatíu. Beinun- um hafði verið fleygt af handahófi inn- an um hreindýrabein. Þau voru brotin og klofin, inörg voni sviðin, og eitt bar far eftir hníf. Sem sagt, — mennirnir höfðu endað líf sitt í veizlu, — sem veizlumatur. Neanderdalsmenn voru þá mannætur. Þessi uppgötvun varð sízt til að létta þeim róðurinn, sem héldu fram þróun mannsins af lægri dýrum. Nógu slæmt fannst mönnum að vera komnir af apa- köttum, þótt ekki bættust mannætur í ættartöluna! En Neanderdalsmaðurinn var samt maföur, ekki skynlaus skepna. Árið 1908 fundu þrír prestar bein nálægt smá- bænum La Chapelle-aux-Saints í Suður- Frakklandi. í gólfi liellis eins fundu þeir gröf. 1 henni livíldu bein Neander- dalsmanns. Vopn og matur höfðu verið látin í gröfina hjá hinum látna. Þarna voru órækar sannanir fyrir því, að þessir villimenn gerðu sér ein- hverjar hugmyndir um líf eftir þettá líf, úr því að þeir vopnuðu vini sína og bjuggu nesti til annars heims. III. SKAPADÆGUR A ísahlarskeiðinu síðasta kom nýr mannflokkur til Evrópu, — Cro-Magnon mennirnir, lireinaveiðararnir. Þeir telj- ast sömu tegundar og við, homo sapi- ens,* enda í engu frábrugðnir nútíma- mönnum. Reyndust þeir Neander- dalsmönnunum skæðir keppinautar; þeir voru stærri og sterkari, greindari og hetur vopnaðir. Þeir hröktu Neander- dalsmennina út úr hellunum og drápu, hvar sem þeir náðu til. Vísindamenn telja, að engin friðsamleg samskipti hafi átt sér stað milli þessara tveggja mann- flokka, engin blóðblöndun, aðeins bar- áttan, miskunnarlaus. Og hún gat ekki farið nema á einn veg. Sú tegundin, sem styttra var komin á þróunarbraut- inni, hlaut að hverfa, samkvæmt lög- máli náttúrunnar um „survival of the fittest“. * latína, sapiens: vitur, viti borinn.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.