Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 14

Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 14
12 H V Ö T Vi3 þetta bættust breytingar á lofts- laginu, Neanderdalsmanninum í óhag. Hann var með öllu horfinn af sjónar- sviðinu í lok ísalflarinnar. Skeið Neanderdalsmannsins sýnir furðulitla breytingu á lifnaðarbáttum. Reyndar smíðaði hann vopn sín á ann- an hátt en fyrirrennarar hans. En öll höfðu þessi vopn +erið til áður. 1 öll þau 100.000 ár, sem Neander- dalsmaðurinn liélt velli, afrekaði hann varla annað en að viðhalda mannkyn- inu í Evrópu. En það var kannske ekki svo lítil dáð á þessum tímum ísaldar og óáranar. IV. UPPRUNI Þegar Darwin birti hók sína, „Tlie Descent of Man“, 1871, gerði hann ráð fyrir, að rekja mætti ætt manna til dýra, skyldra mannöpunum, þannig, að eftir því sem eldri leifar fyndust, því meir líktust þær þessum sameiginlega for- föður okkar og apanna. En Darwin setti dæmið heldur ein- falt upp. Rannsóknir sýna, að til voru margar hliðargreinar á ættartré manns- ins, — menn, sem sérhæfðust vissum skilyrðum, en liðu síðan undir lok við breyttar aðstæður. Einn þessara manna var Neanderdals- maðurinn. Þróun hans er á margan hátt mjög furðuleg. I mörgu náði hami mikl- um þroska, en apaeinkennin héldust á sumum sviðum í stað þess að hverf-a. Má þar nefna beinhrygginn yfir aug- uuum og ýmis önnur einkenni á bein- unum. Vegna þessarar og annarrar vitneskju telja flestir vísindamenn, að Neander- dalsmenn séu ekki raunverulegir for- féður okkar, heldur séu Jteir og við komnir af sameiginlegum stofni, og hafi hinir raunverulegu forfeður okkar þró- azt samtímis þeim. Til ]>ess að skýra Jietta hetur, verður hér drepið lítillega á nokkur kunn atriði úr þróunarsögu mansins. V. VAGGA MANNKYNSINS Mjög er umdeilt, hvaðan mannkynið sé upprunnið. Er einkum bent á Afríkti og Asíu sem vöggu mannkynsins. Margir benda á |>að, — þeirra á meðal var Dar- win, — að í Afríku búi stóru mannaparn- ir, górillan og simpansinn, og sé j>ví iík- legast, að mennirnir séu þaðan upp- runnir. Það styður og þessa kenningu, er Taungs-höfuðkúpan, höfuðbein úr frumstæðum apa (Australopithecus*), fannst í Egyptalandi árið 1925. Sumir telja apa þennan jafnvel „the ntissing link“, tengiliðinn ntilli manna og apa, eða teija hann að minnsta kosti sýna stig mjög snemma í þróun mannsins. Fleiri eru J>ó Jteirrar skoðunar, að Taungs-kúpan sé úr forföður simpans- ans. Margt stvður J>á skoðun, að mann- kynið 8é upprunnið í Asíu. \ ið rætur Himalayafjalla, þar sém heita Siwalik- hæðir, liafa fundizt leifar ýmissa apa-frá míósentímanum.** Merkastur Jtessara * latína, australis: suðlægur, sudur; gríska, pithecos; api. ** Míósentíminn er talinn ná frá því fyrir um 2S.000.000 þar til fyrir um það hil 15.000.000 árurn. Hann er fjórða og næstsíðasta skeiðið í 8vo nefndu tertiertímabili, sem talið er hefj- ast fyrir <:a. 70.000.000 árum og Ijúka fvrir um 1.000.000 árum. — A eftir tertiertímabilinu kemur kvarterthnabilið, sem skiptist afui'. í ísöld og nútíma.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.