Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 16

Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 16
14 Höfuðkúpa af Pekingmanni. (Oxford Junior Encyclopaedia). talað. Maður sá, er kjálkann bar, hlaut nafnið homo heidelbergensis, Heidel- bergsmaðurinn. Sumir vísindamenn ætla hann jafngamlan Pekingmannin- um. VII. ALDUR MANNKYNSINS Allar þekktar leifar manna eru frá kvartertímabilinu, sem hefst fyrir um einni milljón ára. Elzti steingervingur* ** Javamanns er barnshöfuð frá hlýviðrisskeiðinu milli fyrstu og annarar ísaldar og er senni- lega um það bil 570.000 ára gamall. Eldri leifar manna hafa ekki fundizt, svo að sannað verði, þótt nokkrar líkur séu til, að sumir steingervingar séu eldri. í Piltdown í Englandi fannst laust eftir aldamót höfuðkúpa, sem talin er af manni (Eoanthropus* dawsonii, Pilt- downmaðurinn), í lögum frá tertier. En þar eð nokkuð hafði verið rótað við lög- unum, er aldurinn ekki talinn sannaður og beinin talin frá því snemma á'kvarter. Vopn hafa fundizt að minnsta kosti * Allir þeir beinafundir, er að framan getur, eru að sjálfsögðu steingervingar. ** Gríska eos: dögun; anthropos: maður, tt V Ö T 600.000 ára gömul. Margir telja sum vopnin eldri, eru jafnvel þeirrar skoð- nnar, að til séu vopn frá tertier. En örð- ugt er að greina milli frumstæðustu vopna og óliöggvinna tiunusteina. Tímabil Neanderdalsmannsins í Ev- rópu er talið hefjast fyrir um 130— 150.000 árum og stendur þar til fyrir ca. 30.000 árum. Helztu heiiniidarrÍL: Men before Adani, eftir Anne Terry White. Man’s Family Tree, ritgerð eftri E. N. Fallaize, B. A. Oxford Junior Encyclopaedia. MOLAR Skoti einn andaðist og barði vonuni bráðar að dyrum í liimnaríki. — Hvað heitir þú? spilrði Sánkti Pétur. Skotinn sagði til nafns síns. Þá færðu ekki að koma hingað inn, mælti Pétur. — Hvernig stendur á því? Ég veit ekki betur en ég hafi lifað iteiðar- legu og reglusömu lífi, sagði Skotinn forviða. — Það getur vel verið, anzaði Pétur, en við getum ómögulega staðið í því að elda eintóman hafragraut banda ein- um manni. Fólk ruglar alltaf saman einstaklingn- um og listamanninum, af því að />ffð vill svo til, atS þeir hafa tekió sér bú- staö í sama líkamanum. Jules Rvnard,

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.