Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 30

Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 30
28 H V Ö T bjálkakofa fornlega og æði margar ung- meyjar þreklegar. Þær fagna okkur vel. Selstæðið er háflöt, allstór, tindum girt á tvo vegu, vaxin lágu grasi víðast hvar, blómum prýdd og runnum. í fjarska gnæfa háfjöll Nordmöre, skart- andi efst hinum eilífa snjó. Lygnir smáfirðir, djúphláir, bugðast inn milli fjallanna í vestri. Skammt undan, í suðri, liggur fagurgrænn dal- ur, kyrrlátur. Hvíldin hér er unaður og ævintýr. Hvílík áhrif, sem að manni streyma: Tign og kraftur háfjallanna, glaðvær dans lækjanna á leið þeirra niður gró- andann, falin ógn ægis, kyrrð og frið- ur dalsins, blámi himinsins og ilmur grasanna. Volg mjólk hjöllukúnna, ásamt léttu brosi selmeyjanna, er eins konar smurning á segulmagn náttúr- unnar. Við dveljum á þessum dýrðarstað fram á kvöld. Sólin er að síga í sæ, er hópurinn heldur heim á leið. Hún stráir gulli og purpura á himin, land og haf. AÐ LOKUM Ég heilsa síðasta degi mótsins, mið- vikudeginum 14. júlí, á þrepum skól- ans, hálfklæddur og geispandi. Klukkan er tæplega 8. Nokkrir fulltrúar spígspora spekingslega meðal nmnanna, aðrir eru enn í svefni. Sólin skín glatt á heiðum hirnni, fuglarnir syngja þýðlega í smá- skóginuin. Örlítill andvari strýkur blóm- in blíðlega. „What a day1' myndu unglingaskóla- strákar á Islandi hafa sagt. Ekki kem ég auga á Harald Flö. Kannske kauði sé í „koju“? Ég snara mér í jakkann og inn á herbergi haris, sem er skammt frá mínu. Og livað sé ég? Hetjuna, Harald Flö, með afturklemmd augu og opinn munn, en stóra táin nemur stásslega við rúm- gaflinn. Ég æpi á peyja. Hann vakn- ar á slaginu og starir á mig sljóum sjónurn. Upplit hans er aulalegt mjög. Síðan svipti ég gluggatjöldunum til hliðar og lirópa: „Sol! sol!“ Þetta hríf- ur. Drengur snarast fram úr allygldur á svip og í mig. Ég tek á móti knálega og hyggst keyra þennan „liundheiðna þorsk“ öfugan aftur í fleti sitt, en mis- tekst. „Fanturinn“ er fílefldur, enda verið 3 suniur á síld við Island. , Kl. 9, að áflogum og áti loknu, stend ég andspænis nemendum mínum enn á ný. Þetta er þriðja og síðasta kennslu- stundin, endahnútur ítroðslunnar. Nem- endur hef ég aldrei haft skarpari né áhugaríkari en þessa. Þeir hreint og beint gapa af áhuga og gleypa hvert orð. Árangurinn er eftir því. Kl. 10, að kennslu lokinni, er liver ein og ein- asta sál í þessum hópi liundrað prósent örugg með að spjara sig frá Reykja- víkurflugvelli og inn á herbergi á Hótel Borg án þess að segja eitt aukatekið orð á annarri tungu en íslenzku. Auk þess kunna þau og skilja fyrsta erindið í „Ó, guð vors lands!“ og „öxar við ána“. Aðspurður hafði ég einnig kennt karl- mönnunum að biðja íslenzkrar stúlku og tjá henni ást sína fmeð orðum, ekki athöfn). Allt þetta gátu þau í sér fest á einum 3 kennslustundum. Geri aðrir nemar betur. Að kennslu lokinni er gengið út í sólskinið. Er við liöfum örskamma stund úti verið, kemur ungfrú «00, sunnlenzk

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.