Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 33

Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 33
H V Ö T 31 kviminfí um flugfar frá Osló eftir fáa <laga. Þá er draumurinn búiim. Adam kemst ekki einu sinni í Paradís auk heldur meir. Drottinn hefur ekki ætlaó mér ■þá ánægju að sitja þetta mót og sjá aftur Gunnillu Borgström og fleiri fé- laga frá Östhammar. ÞaÓ er raunveritléga hélvítis buddan, seln úrslituin ræður. Ég tek ræksnió upp og rýni í. Og hvaó sést svo: Nákvæmlega fimni kall fram yfir fargjald til Osló. Ég kve?5 hið bráðasta og dembi mér síðan uin borð í dall, sem er að fara til Bergen. Að hálfum öðrum sólarhring liðnum þrannna ég eftir Karl Johan, úttaugað- ur af erfiði, eins og unglingur, sem setið hefur miður þýðgenga merbykkju 10 bæjarleiðir, langar. Ég er varla seztur á heimili Braatens- hjóna, er sú fullyrðing veltur upp úr mér, að norskar járnbrautarlestir séu andstyggilegustu farartæki á norður- hveli jarðar. UNDIK HERRADÓMl HITLERS I veir dagar eru liðnir. Ég sit á tali við frú Braaten síðari hluta dags, og bið liana að segja mér eitthvað frá stríðs- árunum. Hún verður við ósk minni: Ekki söfnuðu menn ístru á þeim ár- um. Höfuðréttur alþýðu, og raunar allra annarra en landráðalýðsins, sem lifði praktuglega í skjóli þýzka hersins, var einhvers konar lummur (lumper), til- búnar úr kartöflum og mjöllús. Á veit- ingaliúsum var naumast annað að fá en „lutefisk“ (þ. e. saltfisk, seni lagður var í lút, sódavatnslög, að tnig minnir, en síðan í vatn) og „kolrabi“ (eins konar gulrót). Þegar bezt lét, fengu rnenn, ásamt áðurnefnd, % k'tra mjólkur. „Oft höfðum við ekki hugmynd um, hvað hafa skyldi í næsta mál, og algengí var, að hiernl léttuSt uhi 10—15 kg: á ári“, segir fniin. „Garðurinn ókkar kom í góðar þarfir þessi illu ár. Við gátum ræktað dálítið af ávöxtum, t. d. jarðarber, stikilsber, epli, perur, plómur og kartöflur. Þeir, sem engan garð höfðu, liðu skort“. Allmargir áttu kost á að fara upp í sveit á sumrum og vinna 3 vikur eða mánuð og fengu grænmeti og kartöfl- ur að launum. Ekki var þó um auðugan garð að gresja hjá bændum. Þeir urðu að fram- leiða ákveðið magn af korni, nijólk ofí kjöti handa þýzka hernum. 1941 lögðu Þjóðverjár blátt bann við notkun norska fánans og fyrirskipuðu I hef fyrirvara á þessu), að liann skyldi eyðilagður. Norðmenn hlýddu í hófi og földu fána sína. Friðardaginn mikla, 7. maí 1945, hlöktu hinir földu fánar við hún á flest- um heimilum, norskum. Þegar kvisaðist um frið 6. ntaí 1945, kom mikið rót á hugi manna. „Þessi frétt var of góð til þess að lus'gt væri að trúa henni“, segir frúin. „Þegar svo fréttin barst frá opinberum aðilj- um þ. 7. maí, var gleðin svo mikil, að engu tali tók. Ég hafði lagt á borðið um 4-leytið þann dag, þegar Ragnar, sonur minn, kom heim, og hrópaði: Friður! friður! Maturinn gleymdist. Við hlógum, grétum og föðmuðumst af gleði. Ragnar rauk til, tók hinn falda fána

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.