Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 37

Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 37
H V Ö T 35 i I Málfundur S. B. S. 27. marz s.l. efndi S. B. S. til mál- fundar í hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík. Formaður sambandsins, Guðbjartur Gunnarsson, setti fundinn kl. 8,45 og ávarpaði fundarmenn. Skip- aði hann Olaf Pétursson fundarstjóra og fundarritara Guðmund Kristinsson og Inga G. Lárdal. Þeir eru allir Mennta- skólanemendur. Efni fundarins var: Áfengisbann. Málshefjandi var Jón Böðvarsson. Birt- ist ræða hans á Öðrum stað í blaðinu. Urðu miklar iimræður um málið. Af hálfu andbanninga tóku til máls þessir menn: Sigurður Pétursson og Jón Ragn- arsson, báðir úr Menntaskólanum, Sig- urður Haraldsson úr Samvinnuskólan- um og Óttar Hansson úr Verzlunarskól- anuni. Töldu þeir áfengisbann skerð- ingu á frelsi einstaklingsins og bentu á, að bindindismenn gætu ekki bent á tekjulind, er kornið gæti í stað áfengis- sölunnar. Sigurður Haraldsson lagði að- aláherzlu á fjárhagshlið málsins. Jón Ragnarsson ræddi aðallega nm drykkju- skap Jónasar Hallgrímssonar. Sigurður Pétursson flutti óhróður um góðtempl- ara. Óttar Hansson lagði aðaláherzlu á persónufrelsið og kvað Islendinga svo mikla brennivínsberserki, að gagnslaust væri að boða bindindi! Ingólfur Þorkelsson kennari, Guð- bjartur Gunnarsson og Jón Böðvarsson svöruðu fyrir liönd bannmanna. Töluðu þeir mest um þá reynslu, sem fengizt hefur af banni hérlendis og erlendis og vitnuðu í opinberar skýrslur máli sínu til sönnunar. í fundarlok þakkaði formaður sam- bandsins fundarmönnum komuna og hvatti þá til að gefa blaði sambandsins, Hvöt, meiri gaum og rita um áhuga- inál sín í það. Fundurinn fór allvel fram, en nokk- urt los komst á í lok fundarins. Sátu þó nokkrir menn fundinn, sem reyndu á áberandi hátt að spilla fundarfriði og voru skóla sínum lítt til sóma. Fund- inn sóttu um 70—80 manns. Lauk hon- um kl. 11,30. Ingi Lárdal. Nýtt sambandsfélag. Snemma á þessu starfsári sendi stjórn S. B. S. bréf til skólastjóra allra þeirra framhaldsskóla, sem eun standa utan við Sambandið, og fór þess á leit, að nemendum yrði kynnt starfsemi og tak- tuark S. B. S., og þeim bent á nauð- syn þess að gerast félagar Sambandsins. Enn hefur lítill árangur af þessu sézt, en vouandi verður hann einhver. Þó hefur eitt félag, Bindindisfélag Gagn- fræðaskólans á Isafirði, óskað eftir að gerast á ný aðili að Sambandinu, og er það okkur mikið gleðiefni. Form. félagsins er Rannveig Gísía- dóttir, 4. bekk. Félagar eru 126. Enn er skorað á allt skólafólk, sem stendur utan við Sambandið, að endurskoða rækilega afstöðu sína til þess og gerast þegar virkir félagar. Ef þú vilt komast hjá gagnrýni, gerSu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert. Mesta heimska, sem hugszast getur, er að fórna heilsunni fyrir önnur gœfii, Schopenhauer.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.