Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 38

Hvöt - 25.04.1950, Blaðsíða 38
36 H V Ö T Molar / hinurn merkilegu Sólarljóðum, sem vér vitum því miSur ekki hver ort hejur, er jör'S- inni líkt viS skip. Og eins hefur Einar Bene- diktsson gert í jrœgum IjóSlínum. Líkingin er góS. Því aS mannkyniS [‘yrfti aS líta á sig eins og áhöfn á skipi, sem er í mjög merkilegri för, en hœttuferS þó svo mikilli, aS ef ekki áhöfnin öll er samtaka. þá er alveg víst, aS skipiS ferst. Dr. Helgi Péturss. Menti lesa vtlnátega meS nokkurri undrun, aS þeir tnenn liSinna tíma, sem einkuni voru mikils verSir, hafi hjá samtíS sinni veriS í litt- um metum. Menn undrast, þegar þeir komast aS því, hvernig aldarfariS var á móti þeim, hversu einmana þeir voru, og hvers konar menn voru teknir framyfir þá. Og menn þykjast geta veriS vissir um, uS á vorum dögum sé öllu slíku lokiS, mt sétt menn orSnir glöggskyggnir á þaS, sem er mikils vert, og láti þaS ekki liggja í láginni. Mönnum þykir gott til þess aS hugsa, ftS þau nöfn, sem á vorutn dögum eru ojtast nefnd og hœst haft um, séu þatt hin sömu, sem framtíSin muni hafa mestar mœtur á. ÞaS er ekki margt i heimi hér, sem er eitts vísl og þaS, aS í þessu skjátlast mönnutn herfilega. Georg Brnndes. Ungur bóndi átti nokkrar kringlóttar í handr- aðanum. Hann hafði nýlega keypt sér jörð og vantaði ýmsa þarflega hluti til husins. Einkum var það tvennt, seni hann hafði rnikinn hug á; hann vildi girða land sitt og — kvænast. Hvorttveggja hlaut að hafa útgjöld í för með sér, og varð bóndi nú að velja á milli. Segir ekki annað af þeirri baráttu en að hjartað varð heilanum sterkara. Fór hann á fund heimasætu einnar og bar upp erindi sitt, en hún neitaði. Varð þá bónda að orði: „Þá er ekki ineira með það. Ég kaupi mér bara gaddavír“. RITNEFND „HVATAR" hefiir ákveðið að gefa ót eilt tölublað enn á þessu ári, og kemur það að líkindum út í byrj- un desembermánaðar. 1 febrúar 1950 Eins og að Uiidanfömu gekkst S; B. S. fvrir bindindisfræðslu í flestum frairi- haldsskólum Reykjavíkur þann 1. febr. s.l. að fengnu samþvkki menntamcála- ráðs. Voru ræðumenn frá S. B. S. og Stórstúku Islands, og var þeim hvar- vetna vel tekið. Að kvöldi efndi S. B. S. til skemmti- samkomu fyrir skólaæskuna í Lista- mannaskálanum. Hófst hún með verð- launaafhendingti til sigurvegara í Handknattleiksmóti S. B. S. Tveir nem- endur Tónlistarskólans léku á fiðlu dg píanó, og fornt. S. B. S., Guðbjartur Gunnarsson, flutti ræðu. Hósfylli var, og skemmti fólk sér hið bezta með dansi til kl. 1 eftir miðnætti. S. B. S. fékk 50 niínótur til umráða af kvölddagskrá Ríkisótvarpsins, og þar flutti formaður Sambandsins ávarp, en því næst hófust „samtöl" skólafólks um „skemmtanir unga fólksins“, og „sam- hand pilla og stólkna á skólaáninum“; samleikur á fiðlu og píanó, söngur með gítarundirleik og einleikur á harmon- iku, allt undirbóið og flutt af skólafólki. „Hvöt“, blað S. B. S„ kom ót 1. febr., fjölbreytt að efni. Gömul alþýðuvísa. VíniS hrindir mennskri mynd, magnar lyndi skitið. Gerir yndifi allt að synd og steinblindar vitiS. RITNEFND HVATAR ÞorvarSur Ornólfsson, kennari, Jón BöSvarsson, Menntaskólanum, Þorvaldur Þorvaldsson, Háskólanum. PRENTSMIÐJA JÓNS HELGASONAR

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.