Þróun - 24.03.1943, Síða 4

Þróun - 24.03.1943, Síða 4
4 ÞRÓUN við ýmiskonar störi' mestali hluta árs! Eyðið ekki sumarleyfi yðar i Reykjavík eða öðrum kaupstöð- um landsins! Ferðist heldur um landið, njótið fegurðar náttúr- unnar, sólskinsins og seiðandi hreinleika loftsins fram til fjalla. N. Ás. ★ Skólaannáll 1942—1943. Nemendur i dagdeildum skól- ans þetta ár eru 105 að tölu. Tók skólinn til starfa þann 7. október, og fór skólasetning fram klukk- an 3 eftir hádegi. Flutti skóla- stjóri ræðu, og voru sungnir nokkrir ættj arðarsöngvar. Sú hreyting varð á kennaraliði skól- ans, að Jón Jónsson frá Ljár- skóguin var ráðinn til að kenna ensku í 1. deild, og dönsku í 2. deild. Skönnnu fyrir jólin veikt- ist Jón og varð að hætta kennslu. Var séra Sigurður Kristj ánsson þá fengin til að kenna enskuna, en skólastjóri tók að sér kennslu Jóns í öðrum bekk. Frú Jóhanna Johnsen kennir nú söng í skólan- um i stað séra Marinós Kristins- sonar, er áður liafði þá kennslu á hendi. I vetur liefir drengjuh um verið sleppt við söng, en í staðinn njóta þeir ankakennslu í handavinnu á þeim tima, er söngur fer fram hjá stúlkunum. Nemendur í fyrstu deild voru svo margir, að ekki var hægt að kenna þcim öllum saman. Var deildinni því skipt í tvennt. Síð- asta daginn, sem við vorum í skólanum fyrir jól, voru allar stofurnar skreyttar. Ekkert var kennt þann dag, heldur lesnar sögur og sungnir j ólasálmar. I síðasta tímanum fyrir mat sam- einuðust allar deildirnar í hátíða- sal skólans, og flutti séra Sigurð- ur Kristj ánsson þar stutt erindi, en á eftir voru sungnir jólasálm- ar. Ákveðið var, að skólinn tæki aftur til starfa 7. janúar, en vegna barnaveikinnar, er geisaði um þær muudir i bænum, var ekki hægt að byrja kennsluna, fyrr en í endaðan janúar. Félagslífið í skólanum í vetur hefir verið mjög fjölbreytt: Dans- æfingar hafa verið hálfsmánað- arlega. Þann 1. desember var haldin skemmtun í skólanum. A nýársdag var líka haldin skenmit- un með dansi á eftir. A öskudag var haldinn öskudagsfagnaður, og þann 28. fehrúar var haldið for- eldrakvöld í skólanum. Var það fyrir foreldra allra núverandi nemenda i skólanum. Þótti það vel takast. Þau lelög, sem starfa í skólan- um, cru: Málfundafélagið Hvöt og Bindindisfélagið, og einnig starfar spila- og tafl-klúbbur. Hefir einu sinni verið spila- og tafl-kvöld. Málfundir eru hálfs- mánaðarlega.. Trúnaðarmenn skólans þetta ár voru og eru: Einar Ingi Sig- urðsson, umsjónarmaður skólans. Andrés Gunnarsson, umsjónar- maður Birkihliðar. I fyrverandi stjórn Málfunda- félagsins voru: Karl Árnason og Páll Guðmundsson, báðir úr 3. deild, Torfey Steinsdóttir og Ól- afur Sveinsson, bæði úr 2. deild, og Helga Magnúsdóttir úr 1. deild. Núverandi stjórn Hvatar skipa: Páll Guðmundsson og Steindór Hjörleifsson, báðir úr 3. deild, Ingvar Jónasson og Grímur Jóns- son úr 2. deild, og Stella Edwald úr 1. deild. á stofnfundi Bindindisfélags- ins var kosin þriggja manna stjórn. — Hana skipa: Jónas Helgason, Steindór Hjörleifsson og Margrét Guðmundsdóttir. Blaðnefnd skipa: Páll Guð- mundsson, Ingvar Jónasson ( og Helga Magnúsdóttir. Umsjónarmenn deildanna eru þessi: Andrés Gunnarsson, umsjónar- maður 3. deildar, Sóley Sveins- dóttir, umsjónarmaður 2. deildar, Oddur össurarson, umsjónar- maður 1. deildar og Ásgerður Bjarnadóttir, umsjónarmaður 1 deildar A. Hringjari skólans er Gunnar Jónsson í 3. deild. II. M. ★ Nýtt veggfoður i miklu úrvali. Einnig flestar málningarvörur á hús og skip. Athugið verð og gæði. Finnbjörn málari. Húsmæðurnar segja, að alltaf sé Stjörnusmjörlíki bezta varan sinnar tegundar. Allir eiga erindi í FINNSBUÐ. Dagbókarþættir: Tveir nemendur skólans hafa hald- ið dagliók í vetur. Heimtar það mikla reglusemi, skerpir athygli og æfir jafnframt nokkuð í meðferð inóður- málsins. Hér koma örfáir þættir úr dagbók Jóns Páls Halldórssonar nemanda í I. bekk. 18. febrúar: Andaðist Jónas Kristjánsson á Elli- heimili Isafjarðar. Veður var afarvont, vestan storm- ur og stórhríð, þar til með kvöldinu, er hann sneri í norðrið. Rafveitan á Fossum bilaði um nótt- ina, og var rafmagnslaust allan daginn. Fermingarbörnin fóru til prestsins í fyrsta sinn í dag og munu ganga til hans einu sinni í viku fyrst um sinn. 28. febrúar: Vestan stormúr og snjókoma. Foreldrakvöld var í Gagfræðaskól- anum. Var þar margt fólk saman kom- ið. Margt var til skemmtunar, og þótti þetta góð skemmtun. I einni stofu skólans var lestrar- stofa. Þar voru kort af öllum heimS- álfum, jurta- og dýramyndir, bóka- safn og fleira. 9. marz: Norðaustan stormur og snjókoma. Kaupfélag Isfirðinga hélt samkomu fyrir meðlimi sína í kvöld. Sýnd var kvikmynd frá Svíþjóð. Guðm. G. Haga- lín liélt ræðu, og ennfremur var kór- söngur.

x

Þróun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróun
https://timarit.is/publication/1475

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.