Þróun - 15.12.1943, Blaðsíða 1

Þróun - 15.12.1943, Blaðsíða 1
Jólaliugleiðing. Það er komið aðfangadagskvöld. Jörðin er alhvít, og þúsundir stjarna blika á himninum. Ómar kirkjuklukknanna berast oss til eyrna og fylla hugi vora gleði og jólafriði. Presturinn flytur jólaboðskapinn um fæðingu freslarans, og sungnir eru sálmar og hátíðasöngvar honum til dýrðar. Inni á hverju heimili ómar söngur, og ljósin loga skært á kertum trjánna. Óvæntar gjafir gleðja börnin, og þau dansa um, hrópandi af fögnuði. Dásamlegar kræsingar eru á borðum, og allir eru mettir og ánægðir. En hvarflar ekki hugur okkar mitt í þessari gleði og dásemd til þeirra mörgu barna, sem nú eiga engum jólum að fagna? Foreldralaus, hrygg og köid reika þau um, fjarri heimilum sínum, sem nú eru annaðhvort mannlaus eða í rústum. Getum við glaðst eins, þegar við vitum af þessum börnum og getum ekki rétt þeim hjálparhönd? Eigum við ekki að biðja almáttugan föður vorn að varð- veita þau og færa þau aftur í faðm elskulegra foreldra og ástvina? Eigum við ekki að óska hvert öðru gleðilegra jóla með þessa bæn í huga? G. T. V | GleSileg jólí 0 oooooooooooooooooooooooo JÓ L* (Brot.) Nú rennur jólastjarna og stafað geislum lætur á -strák í nýjum buxum og telpu í nýjum kjól. Hve kertaljósin skína og sykurinn er sætur og söngurinn er fagur, er börnin halda jól. Þá klappa litlar hendur, og dansa fimir fætur, og fögrum jólagjöfum er dreift um borð og stól. Nú rætast margar vonir og draumar dags og nætur. Ó, dæmalaust er gainan að lifa svona jól. örn Arnarson. oooooooooooooooooooooooooooooooooó

x

Þróun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróun
https://timarit.is/publication/1475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.