Þróun - 15.12.1943, Blaðsíða 2

Þróun - 15.12.1943, Blaðsíða 2
2 ÞRÖUN ÍSAFJÖRÐUR. 1 fyrri tíð stóð hér, þar sem nú er Isafjarðarkaupstaður, að- eins einn bær, sem hét „Evri“. En nú er, eins og allir vita, ris- inn upp kaupstaður hér. Isafjörður hefur eflzt mjög í seinni tíð og er nú orðinn einna mesti fiskibær landsins. Okkur Isfirðingum þyk- ir, flestum að minnsta kosti, mjög -vænt um bæ- inn okkar, og mundum vilj a gera allt, sem við gætum, bænum okkar til sóma. Nú er verið að hefja byggingu hinnar marg- þráðu sundlaugar, sem all- ir bæjarbúar hafa hlakk- að mjög til siðastliðin ár. Hér hafa lika risið upp mörg ný hús á þessu ári, sem nú er að líða. Munu þessi nýju hús verða bænum til mikillar prýði. Það hafa lika verið rifnir niður margir kofar og hjallar, sem voru til mikilla óþrifa og óprýði. En með tíman- um ættu allir þessir kofar að fara burtu, en í þeirra stað að koma ný hús steinsteypt. Þá eru það göturnar, sem þarf að laga betur, því að eftir rign- ingar er varla mögulegt að ganga eftir sumum götunum. Það þvrfti þvi fyrst og fremst að laga þær til, helzt að steypa þær. Mörgum, sem koma til bæjar- ins, finnst hér mjög ljótt. Sér- staklega finnst fólki Ijót hin háu fjöll, sem gnæfa yfir allt. En okkur Isfirðingum, sem aldir eriun upp í skjóli þeirra, finnst þau ekkert leiðinleg. Okkur finnst þau vera svo hlýleg og vinaleg. Isfirðingar ættu allir, að leggja stund á það, að gera bæinn sinn sem skemmtilegastan. N. N. II. deilcl a. Bátanna var beðið milli vonar og ótta. Það hvein í brimlöðrinu, og húsið skalf og nötraði i vind- kviðunum, og regnið dundi á gluggunum. Allir voru stein- hljóðir, og börnin, öll á unga aldri, það elzta aðeins 12 ára, sátu hljóð við stofugluggann og biðu með eftirvæntingu. En móð- irin var frammi í eldhúsi að elda matinn. Á milli kom hún inn til að vita, hvort hún sæi ekki Ijós koma. inn fjörðinn. En alltaf var sama sagan. Ekld kemur hann ennþá. Og um leið og hún sagði þetta, runnu tár niður kinnarnar, sem hún þurrkaði með svuntuhorn- inu. Er klukkan var að verða 23,00, sjá börnin ljósglætu úti á firðmum. Skjddi þetta vera hann? — Þau kalla á móður sína, sem var önnum kafin, en þrátt fyrir það fer hún út og tek- ur elztu dóttur sína með sér. Þær berjast móti rigningunni og storminum, og inn að vör kom- ust þær. Kl. að verða 24,00 komu þær mæðgurnar heim aftur, og er þær komu inn, þerrðu þær tár- in, sem streymdu ótt og títt nið- ur kinnarnar. Síðan fóru börnin að sofa, en móðirin beið milli vonar og ótta við gluggann, og beið þess að sjá Ijós koma inn fjörðinn. Og oft og einatt flaug henni í lmg: Hvað verður um börnin? Skyldu þeir ekki fara að koma? Ennþá var hún ekki vonlaus. Loksins, klukkan á þriðja tímanum, sér hún Ijós koma 4'yrir nesið; skyldu þetta vera þeir? Hún varpaði þreytulega öndinni. Hægt og hægt sá hún ljósið ber- ast inn fjörðinn, og var sá tími lengi að líða. Og ennþá bíður hún með óþreyju, en henni til ósegjan- legrar gleði sér hún ljósið fær- ast nær og nær. Og loks tekur þetta langa sálarstríð enda, og báturinn lendir i fjörunni fvrir innan. Og sjómennirnir koma hressir i bragði og sofna með bros á vörum eftir hina löngu og erfiðu sjóferð. Nomen Nescio. Pjaxi. Hvitá rennur í djúpu gljúfri hjá Gullfossi og langt niður eft- ir. Alllangt fyrir neðan Gullfoss er hægt að komast niður 1 gljúfrið. Þar gengur lágur klettarani þvert út í ána, og sunnan við hann er fagur hvammur skógi vaxinn, sem er nefndur Pjaxi. Ekki veit ég, hvernig á því nafni stendur, en það hvað vera mjög fornt. Síð- astliðið sumar, þegar ég fór austur að Gullfossi með pabba mínum, bróður og þrem öðrum, skoðuðum við þennan fagra og einkennilega stað. Var afarvont að komast niður i hvamminn vegna þess, hvað hlíðin er brött og klettótt. Við höfðum kunnug- an dreng sem leiðsögumann. Niðri i hvamminum er fallegur skógur með mörgum, stórum trjám, og er einkennilegt að lit- ast þar um. Brött klettahlíðin að vestan, sem við fórum niður, að norðan tindóttur klettarani, sem teygir sig út í ána og skýlir reitnum fyrir ágangi hennar og norðan næðingunum. Að austan fellur fljótið með iðukasti,. og handan við það gnæfir hár, snarbrattur hamraveggur. Ct- sýnið er því ekki nema upp í heiðan himin og niður eftir ánni. En þrátt fyrir það er þessi stað- ur svo fallegur og einkennilegur, að ég mun aldrei gleyma því að hafa komið þangað. S. G., I. deilcL ★

x

Þróun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróun
https://timarit.is/publication/1475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.