Þróun - 15.12.1943, Blaðsíða 3

Þróun - 15.12.1943, Blaðsíða 3
ÞRÓUN 3 Ræskingar. Flestar íþróttir miða að því að þjálfa vöðva líkamans og gera lífið skemmtilegra þeim, sem þær stunda. Um íþróttir er það almennt að segja, að þær iðka sem næst eingöngu þeir, sem hafa áhnga fyrir líkams- rækt. En samt er — þótt undar- legt megi virðast — ein undan- tekning frá þessari reglu, en nú á við liina almennu iðkun á einu hinu ógeðslegasta skrokkhljóði, sem hægt er að framleiða en það er: ræskingarnar. Það er engu likara en að sú skoðun sé almennt ríkjandi, að það geti enginn kallazt maður með mönn- um, nema hann geti ræskt sig myndarlega, maður talar nú ekki um, ef hlutaðeigandi getur ræskt sig hæði digurt og mjótt, mjótt og digurt, slíkt er guðs náðargjöf, sem aðeins örfáir eru svo haming j usamir að liafa hlotnast. Ætla ég nú að fa,ra nokkrum orðum um þessa stað- hæfingu mína. Hvar sem einhver kemur á mannamót, svo sem fundi, skemmtanir, eða jafnvel þegar maður hittir mann, þá er strax byrjað á því að ræskja sig. Þegar einhver ætlar t. d. að bjóða öðrum að hergja af vizku- lindum sínum eða ætlar að lesa upp eða syngja, þá bregzt það sjaldan, að fyrsta hljóðið, sem viðkomandi persóna gefur frá sér, er ræsking, ýmist digur eða mjó, stutt eða löng. Mér finnst æcío, þegar svo ber undir, eins og ræðumaður sé að húa sig undir að hrækja á áheyreíid- urna, en það að eiga-von á slíku er heldur óhugnanlegt. Ég var eitt sinn svo heppinn að eiga kost á því að hlusta á einn fræg- asta söngmann, sem við Islend- ingar eigum. Eg hlakkaði auð- vitað rnikið til þess að hlusta á sönginn, var kominn í hátíða- skap og orðinn sáttur bæði við guð og ihenn. En hvað haldið þið, að hafi skeð, þegar jiessi l'rægi söngvari var kominn fram fyrir áheyrendurna. Hann byrj- aði ekki á þvi að syngja,, — ekki aldeilis — heldur tók hann að ræskja sig svo tröllslega, að ég lief aldrei heyrt annað eins. Þarna hristi maðurinn sig og reigði, beygði á sér hálsinn og höfuðið og kippti í jakkalöfin, allt hvað aftók, í svo sem 3—4 mínútur og viðhafði jiar að auki marga Iiroslega tilburði, sem Jiessu voru samfara. Égþarfvarla að taka jiað fram, að Jietta fór ákaflega í taugarnar á mér, svona til að byrja með. Þó held ég, að ég hafi meðalsterkar taug- ar. Það setti bæði að mér hlátur og meðaumkun í senn, en sem belur i'ór, varð meðaumkunin yf- irsterkari, svo að ekki har á neinu. En ég var ekki lengi að skifta um skoðun, þegar áheyr- endurnir fóru að taka undir með söngvaranum. Fannst mér líta heldur ófriðlega út, Jiegar slíkur viðbúnaður átti sér stað, en Jiar sannaðist hið fornkveðna eins og oft áður: „Lá við slysi, en varð ei af“. Ég tek þetta dæmi aðeins til Jiess að reyna að sýna fram á, hvað þessi ávani getur verið beinlínis skoplegur. Og svo að- eins eitt: Reyndu að venja Jiig af þessum ávana, eða að minnsta kosti, láttu j>ér ekki detta í hug að stunda hann i annara manna áheyrn. Látum J>að liggja á milli hluta, þó að ]>ii iðkir hann i ein- rúmi, öðrum óafvitandi. N. N„ III. deild. Baiátta Íslendiríga. Islendingar hafa frá alda öðli, átt í haráttu við hin villtu nátt- úruöfl. Og Jiessir erfiðleikar .hafa gert þá liarðgerða og jafn- framt kveikt ást i hrjósti Jieirra til hinnar köldu og hörðu en fögru fósturj arðar. Island hefir oft umturnast í blóðvöll, reyndar ekki eins blóð- völl og meignland Evrópu er nú. Heldur hafa eldgos og drepsótt- ir ásamt kúgun trlendrar J>jóð- ar lagt syni ]>es:; að velli. En samt hafa Islendingar ekki misst kjarkinn, land Jieirra hefir adið haft einhverju að miðla þeim, sem lögðu fram krafta sína til þess að draga fram lífið. En j>að er ekki þannig, að það hafi ver- ið öruggt að strita, nei, margir, sem drógu ekki af sér, hvorki á líkama né sál, varð stritið harla létt í maga, og höfðu sumir hverjir af engu öðru að segja en örbirgð og hungri. En aðal björg íslendinga hefir verið sjórinn, en því miður hafa Islendingar til skamms tíma ekki getað nýtt J>ær auðlindir sem skjddi. Én erlendar Jijóðir hafa óspart sótt auðæfi i fjárhirzlu íslenzkra fiskimiða. Hafið liefir oft höggvið skörð í flokka hinna hraustú lier- manna. Islendinga, sem eru þeir, er sækja hjörg í greipar hafsins. Islendingar hafa ekki öðrum her á að skipa en J>eim, J>eir hafa ekki öðrum vopnum yfir að ráða, en veiðarfærum, sem ekki eru notuð til að leggja borgir og mannvirki i rústir og skilja ekk- ert eftir sig nema sviðna akra og ónýttar auðlindir. Eina stríð- ið, sem íslendingar standa i jafnt og stöðugt — stríðið fyrir lífinu virðist fara fram í frið- semd og bróðerni. En J>rátt fyrir það hefir íslenzka jijóðin orðið að sjá á hak hraustum sveinum af völdum hinnar villtu styrjald- ar, sem nú geisar. Að mínu áliti hefði verið þolanlegra, að þessir menn hefðu orðið skattur hafs- ins, en að þeir hefðu látið lífið fyrir mannúðar- og menningar- leysi tuttugustu aldarinnar. Guðm. Erlendsson. 11. deild. Tvær öfugmælavísiu’. Til svölunar er saltvatn bezt sápa gra'ðii’ undir. Að ríða hesti reynist verst um rennisléttar grundir. Pcstin hjá lýðum er lofuð og virt lánið cr Iiatað og flúið. Um Iukku og velferð lítið er hirt lúsin er þarfasta hjúið.

x

Þróun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróun
https://timarit.is/publication/1475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.