Þróun - 15.12.1951, Blaðsíða 1

Þróun - 15.12.1951, Blaðsíða 1
Brá&um koma blessuö jólin, börnin fara að hlakka til. o.s.frv. Senn koma jólin og kveikt verður á jólakertunum. Undirbúningurinn fyrir jólin er mikill, gert er hreint, allt fægt og fágað, til þess að það geti verið fínt og hreint á sjálfum jólunum, keyptar eru jólagjafir, til þess að gleðja þá nánustu og margt fleira, og er þetta allt gott og bless- að. En höldum við jólin hátíðleg á réttan hátt, og hvers erum við í raun og veru að minnast á jólunum, og eru það í raun og veru allir, sem gera sér fulla grein fyrir og hugsa um þann mikla atburð, er gerðist á jólunum? Eru jólin aðeins nokkr- ir dagar, sem fólk fær frí frá störf- um og getur borðað nóg af kræs- ingum, lesið og skemmt sér? Nei, það eru ekki nærri allir, sem gera sér grein fyrir hátíðleik jólanna og haga sér eftir því. Það að koma í kirkju á jólunum og hlusta á orð prestsins verður til þess, að okkur finnst eins og við sjáum fyrir okkur, þegar frelsarinn fæddist og var 'agður í jötu, komu vitringanna frá Austurlöndum og þann fögnuð, er þeir fylltust við að sjá hann. Enn í dag fyllumst við fögnuði og innri gleði og ljómi er í augum fólksins, ljómi, sem maður sér ekki dags daglega og einnig ríkir friður yfir sálum okkar. Sumum okkar finnst, að án kirkjugöngu séu jólin lítils virði, því að einhver innri til- finning hefur okkur yfir það hversdagslega. Tilfinning þessi fæst ekki með gjöfum, sem að vísu er gaman að fá, en eru lítilsvirði miðað við hina miklu gleði og ró kirkjuferðarinnar, og ættu flestir að sækja kirkju á jólunum, svo að þeir geti átt raunveruleg jól, sem þeir munu seint gleyma. Einnig ættu allir að stuðla að því, að þessi hátíð geti orðið öllum á heimili þeirra til sannrar ánægju. Ekki aðeins með því að gefa gjafir, heldur og einnig að umgangast aðra, þannig að engin hætta sé á, að árekstrar eigi sér stað. Ef allir stuðla að þessu, þá er enginn vafi á því, að það mun ekki aðeins ríkja jólafögnuður hið ytra hjá oss heldur og einnig hið innra. GLEÐILEG JÓL! ]llllllllll!lllllMIIII!lllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!IIIII!llllir = Gagnfræðaskólanemendur | | senda bæjarbúum | | sínar beztu jólaóskir og óska þeim gæfu og gengis | á komandi ári. = | Málfundafélagið Hviöt. | ii 5 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiliiiiiiiiiniiiiuiiiiuiu LANDSBÓKASAFNj 18668.1 ! ÍSLANílS I

x

Þróun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróun
https://timarit.is/publication/1475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.