Þróun - 15.12.1951, Blaðsíða 5

Þróun - 15.12.1951, Blaðsíða 5
ÞRÓUN 5 væri synd að segja, að hún hefði brugðist vonum okkar, Næst var okkur sýndur háskólinn og var það Björn Sigfússon, háskólabókavörð- ur, sem það gerði. Fannst okkur mikið til þessarar glæsilegu bygg- ingar koma. Einnig skoðuðum við Alþingisliúsið. Það, sem var okkur einna minnisstæðast, var þó lista- safn Einars Jónssonar og leiksýn- ingin „Sölumaður deyr“, í Þjóðleik- liúsinu. Einn góðan veðurdag var svo far- ið um nágrenni bæjarins. Fyrst var farið til Bessastaða og síðan til Hafnarfjarðar, og skoðuðum við bæ- inn og nánasta umhverfi hans. Síð- an ókum við til Reykjalundar, þar sem við fengum hinar prýðilegustu móttökur. Að síðustu fórum við með bif- reið um Krýsuvíkurveg til Þing- valla með viðkomu í Krýsuvík, þar sem við sáum hin stórkostlegu gufugos. Að því loknu skoðuð- urn við Strandakirkju. Þaðan fórum við til Hveragerðis og sáum Grýtu gjósa. Næsti viðkomustaður var Selfoss, þar sem við sáum hina nafntoguðu ölfusárbrú. Einnig snæddum við þar í Tryggvaskála. Á leiðinni til Þingvalla staðnæmd- umst við á Ljósafossi og skoðuðum hinar stórfenglegu virkjanir þar. Þegar til Þingvalla kom, skoðuðum við Lögberg og Almannagjá og héldum síðan til Reykjavíkur. Að morgni hins 15. júní var síð- an haldið flugleiðis heim. Veður var ekki sem ákjósanlegast, en ann- ars höfðum við haft ágætt veður allan tímann, að undanskildum einum eða tveim dögum, meðan við dvöldum í Reykjavík. Við stigum á land með dásam- legar endurminningar eftir vel- heppnaða og ánægjuríka för. Far- arstjórar voru kennararnir Sigurð- ur Tryggvason og Haraldur Stein- þórsson. H.J.H. og Ó.K.H. Framhaldsdeild. ,Hestar postulanna1 Ég hef því miður ekki kynnst mörgum farartækjum, svo að ég get lítið dæmt um þau. En reynsla mín er sú, að „hestar postulanna", séu bezta farartækið. „Hestar postulanna“ eru tvær stoðir, sem eru áfastar við líkama mannsins. Þeir eru misjafnir í lag- inu, sumir eru langir og mjóir, stuttir og sverir, aðrir eru bognir og hinir eru beinir, og eru þeir beinu augnayndi allra, sérstaklega karlmannana, ef eigandinn er kona. Bílar, flugvélar, skip og önnur farartæki geta bilað, en það gera „hestar postulanna" yfirleitt ekki nema sjahlan. T.d. geta þeir brotn- að (og er það án efa mjög sárt), eða gigtin heltekur þá, svo að eigand- inn verður annaðhvort að liggja, sitja eða staulast með staf. Á þeim (hestum postulanna) er hægt að ferðast um fjöll og firnindi, þar sem bílar og önnur nýtízku farar- tæki komast ekki. Það þarf ekki að óttast benzínleysi eða að hjólbarð- ar springi með hávaða og gaura- gangi. „Hestar postulanna“ eru klæddir í skó og sokka, til þess að þeir verði ekki sárir og kaldir. Hjá karlmönnum eru þeir yfir- leitt í sterklegum skóm og sokkum, en hjá kvenfólkinu eru þeir í dýr- indis nylonsokkum (með svörtum saumi) og háhæluðum skóm sem eru opnir í hæl og tá, og eru þeir ekki eins þægilegir og ef þeir væru bara sléttbotnaðir. „Hesta postul- anna“ eiga allir, jafnt ríkir sem fá- tækir, án þeirra getur enginn ver- ið, og á þeim geta allir farið eitt- hvað, bæði stutt og langt, og er dugnaður þeirra undir eigandanum kominn. Og að lokum þetta: „Hestar post- ulanna“, eru öruggasta, bezta, skemmilegasta og ódýrasta farar- tækið. S. III. bekk. I I 111 I: llllll'lll I I I I I I I IIII! I IIII I IIIII l| l! II I' I 'lllll I' 11:1111 I ll!!|lll!’|!!l: llll' I VIII I GLEÐILEG JÓL! GOTT NÝTT AR! Þakka viðskiptin á líðandi ári. Höskuldur Arnason, gullsmiður. " il!!liilitlillíil::iiili:i! li i i iiiiii i i i !i:iiiii;l|llliil!!lllllllllli’l[illlllil|llliliiliiliiii ■liltiliiiiiiiiiiiiiiviiiii|ii||||liinii!|i GLEÐILEG JÖL! FARSÆLT NÝTT ÁR! | Hafnarsjóður ísafjarðar. " 11111111111.' i!iiiiiiiii:iiiiiiiiiiiiiiiliiiiiliiiiiliiliiiiiiniiiiiiliiiiiiiiltiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii | GLEÐILEG JÓL! GOTTNÍTT AR! Þakka viðskiptin á líðandi ári. 1 ' Netagerðin Grænigarður, P. Njarðvík, ísafirði. I I I II! I I I I III I U I I! i:i|l!llllll||l|l||liail|ll||||:i|ll||||||||||lllllllll!lllll!lllllllllillllllllllllllllll|ll||||ll|ll||||||||||l!

x

Þróun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróun
https://timarit.is/publication/1475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.