Þróun - 15.12.1951, Blaðsíða 7

Þróun - 15.12.1951, Blaðsíða 7
ÞKÖUN 7 isku nútímatónskálda hafa sýnt fram á að reglur hljómfræðinnar eru margar hverjar kjánalega þröngsýnar. Þessi nýja stefna hlaut nafnið „Be Bop“ og eru upphafsmenn þeirrar stefnu taldir þeir Dizzy Gillespie trompetleikari og Charlie Parker altosaxofonleikari. Flestir er heyra Be Bop í fyrsta sinn, eru síður en svo ánægðir með þessa nýjustu stefnu jazzins, en ef hlust- að er betur þá er eitthvað við þessa músik sem hrífur. Margir hinna gömlu og góðu jazzleikara hafa lýst yfir óbeit sinni á Be Bop, t.d. Louis Armstrong, og hefur það spillt fyrir því, að fólk leggi eyrun að þessari tegund af jazzmúsik. Ekki er enn hægt að segja fyrir um, hvað um Be Bop verður, því að það er rétt á byrjun- arstigi enn. Margir þröngsýnir tónlistarmenn fyrirlíta jazzinn og álíta jazzleikara lélega hljómlistarmenn, en þeim fer sem betur fer fækkandi og má nefna marga, sem hallast hafa á sveif með jazzinum t.d. Toscanini, Stokovsky, Stravinski, tenórsöng- varann fræga Énrico Caruso o.fl. Því miður á jazzinn ekki enn nógu marga unnendur, til þess að jazzleikarar geti haft jazzleik að atvinnu eingöngu. Þetta er ósköp eðlilegt miðað við aldur jazzins, sem er aðeins um 50 ár. Þess vegna hafa margar hljómsveitir orðið að fara út á þá braut að leika væmna dægurmúsik (þó að þeir iöi í skinn- inu eftir að leika jazz) og má t.d. nefna King Cole trióið. Þetta er það versta sem getur komið fyrir jazzleikara og einnig jazzinn í heild, því að það skapar rangt álit á jazzinum, og áreiðanlega eru margir, er telja sig vera eldheita jazz unnendur, en eru í raun og veru aðdáendur að væminni dægur- músik. Þetta á þó allt eftir að breytast, og ég þori að fullyrða, að jazzinn með sín 50 ár að baki er engu minni list en klassíska tónlistin með sínar aldir að baki. Eng- um skyldi detta i hug að etja þess- um tveim listum saman, þær eru hvor á sínu sviði, og hitt er jafn fráleitt að fordæma aðra hvora list- ina þó að ekki sé hægt að íella sig við hana. Það bezta er að þykja jafnmikið til beggja þessara tón- lista koma. Ég læt hér staðar numið, þó að mikið mætti segja í viðbót, og ef GLEÐILEG JÓL! einhvern langar til að vita meira um jazz, þá er bara að hlusta á jazz- plötur og lesa jazzrit. D. III. b. FARSÆLI NÍTT AB! Kafveita Isafjarðar. | MUNIÐ I Björgunarsjóð Vestfjarða. | öllum fjárstuðningi veitt móttaka hjá | Kristjáni Kristjánssyni, I Sólgötu 2, Isafirði. = iiDiiBiiaiiBi!iiiBiiiiia!iiiiii!iiig!iBiiBiiBiia!!iiiaiiBiiiiiiiiBiiBiiiiiaiiBiiBiiiiiiiiiiia!iiiiaiiaiiBiiiiiiiiiiiiiiaiiaiiiiiaiiaiiBiiBiiiiiB!iiiiinii I LJÖSAKKÓNUK og VE-GGLÆMPAK. HKÆKIVÉLAK, ÞVOTTAVÉLAK, BRAUÐKISTAR og margt fleira. | NEISTI H.F. = :iaiiiiiBiifliiBiifl!iaiiBiiBiiaiiBiiBi!BiiBiiBiiBiiaiiai!aiiBiia!iBiiBiiaiia!iaiiBiiBi!3i!BiiBiiaiiBiiBiiaii3i!BiiBiiai!aiiaiiaiiBiiaiiaiiBiiBiiaiiBiifliisi s Beztu JÖLAGJAFIKNAR í ár sem endranær fást I | Bóksbúð Matthíasar Bjarr.asonar, 5 | Isafirði. siiBiiBiiBiiBiiBiifliiBiifliiBiiBiiaiiBiiBiiBiiBiiBiiaiiBiiBiiBiiBiiaiiBiiaiifliifliiaiiaiifliifliiBiiaiiBiiaiifliiBiiBiiaiiaiiaiiaiiaiiaiiaiiBiiBiiaitaiiaiiauBi IIIBIIBIIBIIBIIBIIBIIBIiailBlllliailBIIBIIIIIBIiaiiailBIIBIIBIIBIIBIIBIIBIiailBIIIIIHIiaillfllUBtlBliailBliailBIIBIIBIIBIIBIIBIIBIIBIIBIiaillllBIIBIIBIIBIIIIIIIIBIIHIIBIIBIIBIIBiailBIIIIIIIIIIIBIIIIIIIIBIIBllBllfillllllUIIllll

x

Þróun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróun
https://timarit.is/publication/1475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.