Þróun - 15.12.1951, Blaðsíða 12

Þróun - 15.12.1951, Blaðsíða 12
12 ÞRÖUN Útilegurnar eru einn vinsælasti þáttur skólalífsins. AS undanförnu hefur hver bekkur skólans farið eina eða tvær útilegur á vetrinum. Astæða þykir til að kynna lesend- um Þróunar hvernig útilegum er háttað. Að útilegunni lokinni er einhverjum þátttakanda falið að rita frásögn af því sem fyrir bar og er sú lýsing geymd í fórum skólans. Fyrir valinu varð að þessu sinni lýsing á útilegu III. bekkjar nú í haust. Lagt var af stað frá húsi Guð- mundar frá Mosdal kl. rúmlega 8. Allir piltarnir fóru á hjólum og höfðu meðferðis það af farangri, bakpokum og svefnpokum, sem þeir gátu tekið. Stúlkurnar og kennar- arnir fóru gangandi og skiptust á að bera þann farangur, sem eftir var. Ferðin gekk ágætlega hjá báð- um flokkum, nema hvað kennararn- ir drógust öðru hvoru aftur úr, en björguðust þó að lokum. Þá er hin- ir fótgangandi nálguðust áfanga- staðinn voru stúlkurnar orðnar hásar, enda óspart sungið alla leið- ina, og er því hætt við að síðasta lagið hafi einkennzt af ópum og öskrum meira en góðu hófi gegndi. Þegar inn í Birkihlíð var komið, þá hafði umsjónarmaður hússins og undirbúningsnefndin, sem höfðu farið á undan, lokið við að hita kakó. Fóru nú allir að leita að æti sem er hin voldugasta í alla staði. títsýnið við Laxá er mjög fagurt og eru víða lyngivaxnir hólmar úti í miðri á. Til Húsavíkur komum við um kl. 8 e.h. eða eftir 11 tíma ógleyman- legt ferðalag, fyrir mig, sem hafði aldrei komið áður í Mývatnssveit eða nágrenni hennar. í bakpokum sínum, og mun það hafa borið árangur. Að drykkju lokinni voru drykkj- arílátin þvegin og siðan var farið i ýmsa leiki. Má þar nefna t.d. pantleik, blikkleik, númeraleik o.fl. Að leikjum loknum hófst svo dans með almennri þáttttöku allra nema þriggja pilta, sem lögðust til svefns uppi á lofti, sárþjáðir af tannpínu og magaverkjum af völdum sælgæt- isáts. Var hið mesta fjör ríkjandi meðan á dansinum stóð, og til til- breytingar var t.d. dansaður „ása- dans“ og hlutu sigurvegararnir, sem reyndust að verða tvær stúlk- ur, sín verðlaun, en þau voru nú fremur ómerkileg, eplisbiti og rófu- biti. Ætlunin var að ljúka dansin- um kl. rúmlega eitt, en þar sem all- ir reyndust þá enn í fullu fjöri, leyfðu yfirvöldin að framlengja hann um hálftíma. Var nú náð í svefnpokana og nemendur fóru að hreiðra um sig á gólfinu. Eins og venja er voru sagðar draugasögur og voru þær vel þegnar. Síðan sofnuðu allir svefni hinna réttlátu, sumir vært og rótt, en aðrir hrutu stórum eða töluðu upp úr svefni. Á níunda tímanum vöknuðu svo þeir léttsvæfustu við hrotur þeirra, er mest létu. Leið nú ekki á löngu þar til allir voru vaknaðir, skriðn- ir úr pokum sínum, klæddir og komnir á ról. Er nærzt hafði verið var farið að hugsa sér til hreyfings. Var haldið niður á eyrarnar og þar upphófust íþróttir og leikar. Fór þar fram boðhlaup, hlaupið í skarðið, leikið „eitt par fram fyrir ekkjumann", keppt í hanaslag o.fl. Reyndust ýmsir snjallir í greinum þessum, bæði nemendur og kenn- arar. Svo fór nú, að menn gerðust þreyttir á leikjum og héldu á ný til Birkihlíðar. Gerðust nemendur nú heimfús- ir. Var því hafizt handa með að ganga frá farangri, þvo gólfin og tygja sig til heimfarar. Um hádegis- bil var haldið af stað til Isafjarðar. Var ýmist farið gangandi eða á hjóli eins og kvöldið áður, nema hvað grunur leikur á að einhverjir letingjar hafi setið um bílferð ein- hvern hluta leiðarinnar. Allir kom- ust heilir á húfi heim til sín og lauk þannig þessari skemmtilegu útilegu. Þátttakendur vor 30 nem- endur og tveir kennarar. -----★ —— Ung móðir hafði farið með hina fjögra ára gömlu tvíbura sína til klæðskerans til að máta frakka, sem höfðu verið saumaðir fyrir þá. Þegar drengirnir voru komnir í frakkana sagði klæðskerinn: „Vilja ekki litlu herrarnir sjá sig í spegl- inum? „Nei, það gera þeir aldrei,“ svar- aði móðirin. „Þeir láta sér bara nægja að horfa hvor á annan. ★ Snotur ung stulka sótti um stöðu hjá Alþjóða-Rauðakrossinum, og þegar hún á umsóknareyðublaðinu átti að gera grein fyrir, hvort hún hefði næga málakunnáttu til að geta starfað erlendis, skrifaði hún: „Ég get sagt „nei“ á tólf tungumál- um.“

x

Þróun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróun
https://timarit.is/publication/1475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.