Austri - 31.12.1987, Blaðsíða 2
2
AUSTRI
Egílsstöðum, 31. desember 1987.
Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi
Skrifstofa Austra Lyngási 1,700 Egilsstaðir, pósthólf 73 S 97-11984
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson
Útgáfu- og auglýsingastjóri: Geirlaug Sveinsdóttir
Fréttastjóri: Broddi Bjarnason
Blaðamenn: Guðrún Benediktsdóttir og Skúli Oddsson
Auglýsinga- og áskriftasími: 97-11984
Áskrift kr. 152,- á mánuði. Lausasöluverð kr. 50.00
Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum S 97-11449
Verkefni
nýs
árs
Nú er liðið að lokum ársins 1987. Pað ár hefur verið
viðburðaríkt, einkum þó á stjórnmálasviðinu. Svipting-
asamar kosningar fóru fram, og mjög langvinnar stjórn-
armyndunarviðræður sem stóðu langt fram á sumar.
Það sem einkennir árið á efnahagssviðinu er mikil
þensla. Mátti með sanni segja að verið væri að vinna úr
efnahagslegum ávinningi ársins 1986 þegar ytri aðstæður
voru sérlega hagstæðar. Sú óvissa sem ávallt skapast í
nánd við alþingiskosningar og stjórnarmyndunarvið-
ræður ýtti undir þensluáhrifin eins og ávallt hefur gert við
líkar kringumstæður.
Nú eru blikur á lofti í efnahagsmálum. Viðskiptakjörin
hafa versnað að mun, einkum vegna stöðugs falls dollar-
ans allt þetta ár. Sýnt er að það verður að draga úr afla,
annað er óábyrgt óraunsæi. Petta leiðir til þess að spáð er
vaxandi viðskiptahalla, sem þýðir aukna skuldasöfnun á
ný ef ekki verður við brugðist.
Ríkisstjórnin hefur brugðist við versnandi horfum með
því að endurskoða áform sín um rekstur ríkissjóðs og sett
sér það mark að ná hallalausum fjárlögum næsta ár. Það
er grundvallaratriði í stöðu efnahagsmála eins og þau eru
nú. Jafnframt hefur tekist samkomulag meðal stjórnar-
flokkanna um víðtæka endurskipulagningu á tekjuöflun-
arkerfi ríkissjóðs.
Auk frumvarpa sem varða þessi mál er nú til meðferðar
á Alþingi frumvarp um stjórn fiskveiða sem felur það í sér
að dregið verður úr sókn í fiskistofnana. Slíkt er eins og
áður segir ábyrg afstaða, því vissulega getur þjóðin ekki
leyft sér glannaskap á þessu sviði. Eftir sem áður er mikið
í að ganga, sem betur fer, og ef rétt er á haldið getur sjá-
varútvegurinn haldið áfram að bæta lífskjörin í landinu.
Alþingi er nú í óvenjulegri stöðu. Við þessi áramót er
óvíst hvort því tekst að uppfylla þá skyldu sína að setja
þjóðinni lög um stjórnun fiskveiða í stað þeirra sem falla
úr gildi um þessi áramót.
Því verður ekki trúað að þingmenn bregðist þeirri
skyldu sinni, og vonandi verða þau orð í þessari grein sem
víkja að því ómerk þegar þetta blað kemur fyrir sjónir
lesenda. Jafnframt hvílir sú skylda á Alþingi að sam-
þykkja fjárlög fyrir ríkissjóð sem eru raunhæf hvað tekju-
hliðina varðar. Því verður heldur ekki trúað að slíkt verði
ekki raunin, þrátt fyrir skiptar skoðanir.
Það skiptir meginmáli að hægt sé að snúa af braut þeirr-
ar verðbólguþróunar sem nú hefur verið, og treysta
grundvöll atvinnulífsins í landinu. Hallalaus ríkissjóður
er leið að því marki. Þó er ekki hægt að loka augunum fyr-
ir því að miðað við stöðu dollarans nú, ef sú þróun heldur
áfram sem verið hefur, er ekki hægt að komast hjá að gera
ráðstafanir til styrktar fiskvinnslunni, svo að ekki sé talað
um ullariðnaðinn í landinu. Ef þessar atvinnugreinar
bresta er vá fyrir dyrum. Þessi mál verða því efst á baugi
í upphafi nýs árs.
J.K.
ÍÞRÓTTIR
og félagsstarf
Umsjón: Skúli Oddsson
19. Landsmót Ungmennafélags tslands varán efa langstærsti íþróttaviðburðurinn hér-
lendis á liðnu ári. Pangað sendu Austfirðingar fjölmenna hópa íþróttafólks er kepptu
undir merkjum UÍA og USÚ. Árangur var mjög góður. Stendur þar upp úr Norður-
landamet Einars Vilhjálmssonar í spjótkasti 82,96 m. UÍA varð 4. í heildarstigakeppn-
inni, 3. í frjálsíþróttum, 5. sœti í starfsiþróttum, 5. sœti í blaki, 3. sœti í knattspyrnu, 6.
sœti í júdó, 4. sæti í glímu, 2. sœti í handknattleik. Alls hlaut UÍA 8 gull, 4 silfur og 4
brons á mótinu. — Á myndinni sjást lið UÍA og USÚganga inn á leikvanginn á Húsavík
við upphaf Landsmótsins.
Handknattleikslið UÍA í kvennaflokki varð í 2. sæti á Landsmóti UMFÍ á Húsavík.
Petta er mjög góður árangur, þar sem þarna var við mörg stórlið að etja. Segja má að
þetta sé nánasteini viðburðurinn íhandknattleik áAusturlandi á árinu, en handbolti hef-
ur átt erfitt uppdráttar að undanförnu, e.t.v. er það aðstöðuleysi um að kenna. Vonandi
rœtist úrþví sem fyrst.
Körfuknattleikslið UÍA gerðiþað gott á árinu. Liðið vann sig upp í 1. deild íslandsmóts-
ins á síðasta keppnistímabili og stefnir nú hraðbyri til úrvalsdeildar, en liðið er nú efst í
1. deild ásamt Tindastól frá Sauðárkróki.
/
/
Einar Vilhjálmsson er óumdeilanlega fremstur íslenskra íþróttamanna. Pað er mikill
heiður fyrir Austfirðinga að hafa slíkan afreksmann í sínum röðum. — Hér sjáum við
Einar kasta spjótinu á Landsmóti UMFÍ og Norðurlandametið 82,96 m staðreynd
skömmu síðar. Ljósm. VE
Boðhlaupssveitir UÍA voru sigursœlar í
Bikarkeppni FRÍ14 ára ogyngri I sumar.
Hér sjáum við hlaupara framtíðarinnar
hjá UÍA ásamt hinum kunna hlaupara
Agli Eiðssyni. Ljósm. lnga.Sv.
Golfáhugi fer stöðugt vaxandi hér austan-
lands. Fimm golfklúbbar eru nú starfandi
á Austurlandi. Á Vopnafirði, Neskaup-
stað, Eskifirði og Höfn. Myndin hér að
ofan er tekin á Eskifirði en þar er aðstaða
fyrir golfáhugamenn mjög góð.
Austfirskir lyftingamenn hafa gerl það
gott á árinu. Magnús Ver Magnússon hef-
ur sett hvert íslandsmetið áfætur öðru og
staðið sig mjög vel á mótum hérlendis og
erlendis. Þá er að geta hins stórgóða áran-
gurs systkinanna frá Fáskrúðsfirði þeirra
Nínu, Más og Skúla Óskarsbarna sem tóku
svo sannarlega á honum stóra sínum og
hin glæsilega endurkoma Skúla „stálmús"
í lyftingarnar vakti mikla athygli.
Hér sést Magnús Ver taka á lóðunum.