Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Blaðsíða 11
áhugasvið séu mannréttinda- málin fæst ég líka við önnur verkefni.“ Claudia segir erfitt að velja einstaka mál sem hún sé stoltust af. „Málefni flótta- manna varða líf og dauða umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það getur verið erfitt að vinna í lagaumhverfi þar sem stundum virðist skorta á mannúðina. Fyrir mér eru þetta ekki bara verkefni heldur er það mitt hlutverk að reyna að bjarga lífi fólks. Að senda einstaklinga héðan og út í óvissuna getur haft óafturkræfar afleiðingar og það tekur á þegar það gerist.“ Afturför en ekki framför Hún segir Ísland eiga langt í land þegar kemur að móttöku og málsmeðferð flóttamanna og hælisleitenda þó ýmsar réttarbætur hafi átt sér stað í málaflokknum. „Frá mínu sjónarhorni hefur hér frekar orðið afturför en framför síðastliðna mánuði. Við erum að sjá harðari stefnu í útlend- inga- og flóttamannamálum sem endurspeglast í þeirri málsmeðferð sem umsækj- endur um alþjóðlega vernd fá hjá íslenskum stjórnvöldum. Lagasetning hefur miðast við að herða stefnuna.“ Árið 2015 gerði innanríkis- ráðuneytið, nú dómsmálaráðu- neytið, samning við Rauða krossinn um að hann myndi taka að sér réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. „Með þessari breytingu gátu þessir einstaklingar ekki valið sér lögmann heldur þurfa þeir að fá lögmanni úthlutað af Rauða krossinum. Ég er síður en svo að gagnrýna þá lög- fræðinga sem þar starfa, þeir eru að gera góða hluti undir mjög ströngum skilyrðum, sérstaklega þegar horft er til eðlis samtakanna. Með þessari breytingu verð- ur hins vegar samþjöppun á þekkingu og málaflokkurinn er afmarkaður á ákveðnum stað. Umræða um málin verð- ur einnig minni í samfélaginu og almenningur verr upplýst- ur um þá málsmeðferð sem umsækjendur um alþjóðlega vernd fá. Það er síðan bara eitt og eitt mál sem fjallað er um í fjölmiðlum, þegar samtök á borð við No Borders, Solaris og fleiri hafa látið til sín taka.“ Hún bendir á að það sé engin gróðastarfsemi að veita flóttamönnum og hælisleit- endum þjónustu. „Við hjá Rétti höfum verið að taka þessi mál annaðhvort alveg pro bono eða að hluta til,“ segir hún og á þar við að þau taki gjarnan að sér slík mál án þess að þiggja greiðslu fyrir. „Þetta er hluti af stefnu okkar um samfélagslega ábyrgð auk þess sem Réttur vinnur að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem stefnan er tekin á aukinn jöfnuð, frið og réttlæti.“ Ráðherra getur firrt sig ábyrgð Annað sem Claudia gagnrýnir er kærunefnd útlendingamála sem var sett á laggirnar 2015 sem sjálfstæð stjórnsýslu- nefnd. Með tilkomu nefndar- innar var kæruleið ákvarð- ana vegna útlendingamála færð frá ráðherra dómsmála og hefur nefndin sömu vald- heimildir og ráðherra sem úr- skurðaraðili. „Þó að ráðuneytið hafi eftir- lit með starfi nefndarinnar er hún alveg sjálfstæð. Ráðu- neytið getur ekki gripið inn í. Hér er því verið að minnka pólitíska ábyrgð sitjandi ráð- herra sem nú getur alltaf firrt sig ábyrgð með því að segja: Nefndin úrskurðaði þetta, ekki ég.“ Claudia segir að þessi breyt- ing hafi leitt til þess að færri mál komist til dómstóla, en síðan nefndin tók til starfa hefur hún synjað rúmlega 86 prósentum beiðna um frestun á réttaráhrifum, það er heim- ild umsækjenda til að vera á landi á meðan mál þeirra er rekið fyrir íslenskum dóm- stólum. Að sögn Claudiu getur verið erfitt að reka dómsmál þegar lögmaðurinn hefur misst öll tengsl við umbjóð- anda sinn eftir flutning hans úr landi. Vegna þessa skorti það mikilvæga aðhald sem dómstólnum er ætlað að veita Útlendingastofnun og kæru- nefnd útlendingamála vegna vafasamrar lagatúlkunar og hugsanlega ólögmætrar máls- meðferðar. Mikil fjölmiðlaumfjöllun Claudia ákvað að verða lög- maður eftir að hún heillaðist af lögfræði- þáttunum The Practice. MYND/STEFÁN Málefni flótta- manna eru upp á líf og dauða. FRÉTTIR 11DV 9. OKTÓBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.