Þjóðhátíðarblaðið - 09.08.1936, Page 7
Þ JÓÐHÁTÍÐ ARBLAÐIÐ 1936
kallað Knattspymufélag Vestmannaeyja. Lengst af æfðu félags-
menn eingöngu knattspyrnu, en árið 1931 var félagið endurskipu-
lagt og er nú „samfélag" þeirra íþróttafélaga, sem hér starfa.
Nokkru eftir að Fótboltafélag Vestmannaeyja var stofnað, annað
hvort árið 1907 eða 1908, var Ungmennafélag Vestmannaeyja stofn-
að. Meðal annars hafði þetta félag íþróttaiðkanir á stef'nuskrá sinni.
Einkum æfðu þó félagsmenn glímur. Árið 1912 byggði félagið
sundskálann í Litlu-Löngu og fékk til þess 400 króna styrk úr sýslu-
sjóði. Félagið starfaði í miklum blóma um nokkurt skeið, en mun
alveg hafa lagst niður eftir 1912. Eitthvað munu félagsmenn hafa
iðkað hlaup. Á Þjóðhátíðinni 1909, sem Ungmennafélagið veitti
forstöðu, voru í fyrsta sinni þreyttir 800 m., frá Hásteini og inn
í Herjólfsdal. Sigraði þá Jóhann A. Bjarnasen kaupmaður. Þá var
einnig háð kappglíma og vann Sigurður P. Oddsson í Skuld í það
sinn. —
Árið eftir að Ungmennafélagið hætti að starfa, var íþróttafélagið
Þór stofnað að tilhlutan Guðmundar Sigurjónssonar sundkennara,
og var stofnfundur félagsins haldinn 9. september 1913. Stofnendur
félagsins voru 18 talsins. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þessir
menn: Georg Gíslason, form., Sigurður Jónsson, ritari, og Haraldur
Eiríksson, gjaldkeri. Æfðu félagsmenn knattspyrnu, glímu, leikfimi,
aðrar útiíþróttir og hnefaleika um tíma. Hefir félagið alla stund
starfað mikið að íþróttamálum og íþróttaiðkunum hér og starfar
enn með fullum þrótti. Knattspyrnufélagið Týr var síðan stofnað
1. maí 1921, og hefir frá stofnun starfað að sömu íþróttaiðkunum,
og er enn í fullum blóma. Stofnendur þess voru 45 að tölu. Fyrstu
stjórn þess skipuðu: Jóh. Gunnar Ólafsson, form., Guðni Jónsson,
gjaldkeri og Páll Scheving, ritari.
Auk þeirra félaga, sem nefnd hafa verið, hafa hér einnig verið
starfandi nokkur íþróttafélög, sem ekki hafa átt sér langan aldur.
Má þar nefna Glímufélagið Framsókn, sem stofnað var um 1922,
Óðinn og Old Boys, sem bæði æfðu knattspyrnu, og Old Boys
einnig leikfimi.
Árið 1922 efndi íþróttasamband íslands til eins mánaðar nám-
skeiðs í íþróttum, og réði til þess norskan kennara, Reidar Tönsberg
að nafni. Þór og Týr sendu sjö menn á þetta námskeið, og varð
þetta upphaf að iðkun útiíþrótta, svo sem spjótkasts, kringlukasts,
kúluvarps, stangarstökks, langstökks, hlaupa o. fl., hér í Eyjum,
að nokkru marki. Þegar menn þessir komu aftur heim af nám-
skeiðinu, kenndu þeir þeim félögum sínum, sem þess óskuðu, þær
íþróttir, er þeir höfðu numið. Varð fjölmenn þátttaka í flestum
þessum íþróttagreinum. Fyrsta keppnin fór fram á Þjóðhátíðinni
1922. Árangur í íþróttunum varð að vísu ekki mikill að því sinni,
en það kom þegar í ljós, að Vestmannaeyingar mundu ekki standa
GEOKG GÍSLASON.
FRIÐRIK JESSON
sundkennari.
7