Austri


Austri - 18.03.1993, Blaðsíða 1

Austri - 18.03.1993, Blaðsíða 1
38. árgangur. Egilsstöðum, 18. mars 1993. 11. tölublað. Egilsstaðir: Hagnaður af rekstri Miðáss hf. Skáli risinn við Kollu- Fékk viðurkenningu fyrir hönnun Aðalfundur Miðáss hf. á Egils- stöðum fyrir árið 1992, var haldinn þann 26. febrúar s.l. A fundinum kom fram að salan á s.l. ári hafði dregist saman um 15 % frá árinu á undan. Hagnaður af rekstri nam kr.2.031.632 sem er um 2,5 % af veltu fyrirtækisins. Eigin fé nam í árslok kr. 25.706.451 og var eigin- fjárhlutfall 51 %. Horfur fyrir þetta ár draga dám af almennu efnahags- ástandi svo ekki er búist við auk- inni sölu. Að sögn Guðlaugs Er- lingssonar, framkvæmdarstjóra Miðáss hf. mun Miðás hf. afhenda 40 íbúðir fyrir aldraðra við Sólvang í Hafnafirði, (nánar tiltekið sumar- daginn fyrsta) en þeir sáu um að framleiða innréttingar í þessar í- búðir. Þar næst verður farið í að smíðaða innréttingar í 20 íbúðir í háhýsi í Hafnafirði. Viðurkenning Þann 4. mars s.l. hlaut Miðás hf. ásamt innanhússarkitektunum Odd- geir Þórðarsyni og Guðrúnu Mar- gréti Olafsdóttur, viðurkenningu frá Form Island, fyrir verslun sína, Brúnás-innréttingar í Reykjavík. En þennan dag var haldinn svo- kallaður Hönnunardagur 1993. Þetta er í annað skipti sem Miðás hf. tekur þátt í þessum degi, en auk Miðáss voru 11 fyrirtæki sem sýndu framleiðslu sína nú í annað skipti. Að sögn Guðlaugs, sýna fyrir- tækin framleiðslu sína í samstarfi við hönnuði. Um 60 hlutir frá þess- um fyrirtækjum voru lagðir undir dóm sérstakrar dómnefndar. Guðlaugur sagði að það hefðu verið veitt ein verðlaun fyrir hönn- un og tvær viðurkenningar og Mið- ás hefði fengið aðra. Hjá Miðási starfa 17 manns, þar af 3 í Reykjavík. MM múlavatn Lagt afstað inn á örœfi. Mynd: ÞÞ Þessi eldhúsinnrétting er ein afmörgum innréttingum sem eru til sýnis í Brúnás-innrétt- inga versluninni í Reykjavík. Miðás fékk viðurkenningu bœöifyrir hönnun vöru ogfall- ega uppsetningu í versluninni. Færanleg skoðunarstöð áfram starfrækt á Suðurfjörðum Bifreiðaskoðun íslands hefur á- kveðið að draga til baka ákvörðun sína um að leggja niður færanlega skoðunarstöð sem þjónað hefur Sunnanverðum Austfjörðum. A- stæðan er óánægja íbúa á svæðinu og skammur aðlögunartími og hef- ur Bifreiðaskoðun því ákveðið að þetta ár verði skoðað í færanlegu stöðinni eins og verið hefur. Sveit- arstjóri Stöðvarhrepps fór þess á leit við Samband sveitafélaga á Austurlandi, að það mótmælti þess- ari skerðingu á þjónustu og var það gert. Einnig hefur ánægja íbúa komið fram í viðtölum í fjölmiðl- um. Bifreiðaskoðun íslands tók við skoðun almennra ökutækja í árs- byrjun 1989 og hefur stefnan verið sú, að byggð skuli ein fullkomin skoðunarstöð í hverju kjördæmi. Sem kunnugt er var bifreiðaeigend- um á Suðurfjörðum gert að færa bíla sína til skoðunar í skoðunar- stöðina í Fellabæ, sem þýðir auk- inn kosnað og óþægindi bíleig- enda, bæði vegna vegalengda og vinnutaps. AÞ í lok síðustu viku fór um 20 manna hópur á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs inn á Lónsöræfi og með hús á sleða sem sett var upp í 600 metra hæð við Kollu- múlavatn. Skálinn sem hlotið hef- ur nafnið Egilssel er 23 m2 með svefnlofti. Þar er góð aðstaða fyrir 16 manns en í hámark geta gist þar 20. í húsinu er allur nauðsynlegur búnaður. m.a. eldiviðarbirgðir til ársins. Með tilkomu skálans geta þeir sem ætla að ganga Lónsöræfi skilið tjöldin eftir heima, þar sem nú verður aðeins góð dagleið milli fjallaskála. Frá Bjálfafelli við Snæ- fell er dagsganga í skála FFF við Geldingafell, síðan er dagleið að Kollumúlavatni, en þaðan er geng- ið á einum degi í Nes þar sem Ferðafélagið á Höfn hefur komið upp skála. Ennfremur er dags- ganga um Geithellnadal og Víðidal í Egilssel. Skálinn sem nú hefur ris- ið við Kollumúlavatn á sér nokkra sögu. I viðtali við Austra sagði Þórhallur Þorsteinsson, formaður FFF, að Egill Elísson og Snjólfur Gíslason á Breiðdalsvík hefðu byrj- að byggingu hússins og er nafnið á skálanum tilkomið til heiðurs þeim fyrmefnda. Ferðafélagið yfirtók síðan bygginguna þegar hún var rúmlega fokheld. Húsið var þá flutt til Egilsstaða og verkinu lokið undir stjóm Hermanns Eiríkssonar. Greiðlega gekk að fá leyfi fyrir staðsetningu skálans hjá landeig- endum og sveitastjóm Bæjar- hrepps, en tafir urðu á afgreiðslu málsins hjá Náttúruvemdarráði og var húsið nýtt á síðastliðnu sumri til gistingar á tjaldstæði KHB. í haust var það síðan flutt inn að Eyjabakkavaði þar sem það beið flutnings á áfangastað. Skálin var fluttur á sérsmíðuðum sleða sem dreginn var af snjóbíl Slysavarnar- deildarinnar Gróar og gekk flutn- ingurinn og allur frágangur á skál- anum einstaklega vel, þrátt fyrir þoku og rigningu mest allan tím- ann. Þórhallur bað að lokum fyrir þakkir til allra sem lagt hefðu hönd á plóg við byggingu og flutning á skálanum. Hann vildi einnig beina þeim tilmælum til snjósleða- og jeppamanna sem hyggðust gista í skálanum, að taka með sér eldivið, þar sem allir aðdrættir verða mjög erfiðir eftir að snjóa leysir. AÞ Sannkallaðir sniglar, með hús- ið á bakinu. SAMKEPPNI MEÐ ÍSLANDSFLUGI TIL OG FRÁ EGILSSTÖÐUM Kr. 7.900,- báðarleiðir* Kr. 4.900,- önnurleið* Frítt fyrir ungaböm EKKERT REX - EKKERT PEX - EKKERT APEX Flogið verður alla daga nema laugardaga, kl. 14:00 frá Reykjavík Frá Egilsstöðum verður brottför kl. 15:30 mánudaga, miðvikudaga og fostudaga kl. 16:20 þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga Umboðsmaður á Egilsstöðum er: Reynir Sigurðsson, Shell-stöðin, sími 12333 . . gjaldtil 31.03.93 Bamagjaldkr. 3.900.- önnur Idð *4tfSLAHDSFLU8 TRYGGIR LÁGU VERÐIM Rcyigavíkurflugvöllur: Sími 91-616060

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.