Austri


Austri - 09.09.1993, Síða 1

Austri - 09.09.1993, Síða 1
38. árgangur. Egilsstöðum, 9. september 1993. 32. tölublað Tilboð opnuð Vélás hf. með lægsta tilboðið í veg að fyrirhugaðri brú á Jökulsá á Dal Á mánudaginn voru opnuð til- boð í lagningu vegar að fyrirhug- aðri brú yfir Jökulsá á Dal. En á- ætlað er að hefja sem fyrst vinnu við nýbygginguna. Kostnaðará- ætlun hljóðaði upp á 69 milljónir 465 þúsund. Vélás Egilsstöðum bauð lægst í verkið, 41 milljón 147 þúsund og 600 krónur, eða 59 % af kostnaðaráætlun. Héraðsverk bauð næst lægst 43 milljónir 731 þúsund krónur, eða 63 % . Tólf aðilar buðu í verkið. Tilboðs- Hlutfall af upphæð kostnaðaráætlun Arnarfell hf. 78.822.400 114% G.Hjálmarsson 70.607.300 102 % Vélal. Sigga Þór hf. 67.500.400 97% V. Brynjólfsson 67.374.100 97% Vökvavélar hf. 59.794.400 86% Borgarverk hf 58.471.700 84% Jarðverk sf. 54.661.100 79% Átak hf. 54.051.300 78% Klæðning hf. 53.843.000 78% Njörður sf. 53.263.200 77% Héraðsverk hf. 43.731.000 63% Vélás hf. 41,147.600 59% Reiknað er með að gengið verði frá samningum fljótlega þar sem stefnt er að því að klára veginn áður en byrjað verður á byggingu brúarinnar á næsta ári. MM Hlutfall ársverka á veg- um hins opinbera 29% áHéraði Byggðastofnun sendi nýlega frá sér bækling “ Breyttar áherslur í byggðamálum” sem í eru tillögur að stefnumótandi byggðaáætlun 1994-1997 Þar kemur fram að milli áranna 1985 og 1990 fjölgaði ársverkum hjá opinberum aðilum um tæp 4000. Athygli vekur hve þetta hlutfall er hátt á Fljótsdalshéraði. Um 29 % allra vinnandi manna (ársverk) eru við störf á vegum hins opinbera á Héraði. Þó er hlutfallið hvergi hærra en á Reykjavíkursvæðinu, má segja að þriðji hver Reykvíkingur starfi hjá því opinbera. Mest hefur aukning- in orðið í skólakerfinu á höfuð- borgarsvæðinu. Samdráttur hefur orðið í fjölda starfsmanna í grunn- skólum á landsbyggðinni. Telja skýrsluhöfundar að upp úr þessu fari að draga úr hinum öra vexti sem hefur verið í opinberri þjón- ustu, þó telja þeir að vænta megi aukningar í félagslegri þjónustu. Eru uppi áform um að auka þjón- ustu við fatlaða á næstu árum og segir í skýrslunni að sú þjónusta muni verða dreifð um landið. I skýrslunni kemur fram að hlut- ur hins opinbera á vinnumarkaði nemur yfirleitt um fimmta hverju starfi. MM Vopnafjörður: Ný verslun, Kauptún, opnuð í ágúst sl. opnuðu hjónin Árni Róbertsson og Guðrún Stein- grímsdóttir, matvöruverslun að Búðaröxl 3 þar sem áður var tré- smíðaverkstæði kaupfélagsins. Að sögn Árna er markmiðið með þessum rekstri að reyna að ná niður verði á öllum nauðsynjavörum á staðnum. Aðspurður um framhald- ið sagðist hann vera hæfilega bjart- sýnn, en byrjunin lofaði góðu og versluninni hefði verið tekið vel af íbúum staðarins þessar tvær vikur sem liðnar væru frá opnuninni. Hann sagðist ekki ætla að flytja vörur beint inn til landsins, eins og margir í þessum rekstri, til þess væri reksturinn of smár. Núna væri þó komin aukin samkeppni á vöru- verð á helstu nauðsynjavörum á staðnum, en með tilkomu verslun- arinnar eru nú tvær verslanir starf- ræktar á Vopnafirði. Áður en þau hjónin fóru út í rekstur matvöru- verslunarinnar voru þau með um- boðs- og heildsöluverslun í sama húsnæði. Upphaflega keyptu þau hluta af húsnæðinu eftir að kaupfé- lagið hætti rekstri trésmíðaverk- stæðisins í því. MM Sigurður Bjarnason, bóndi í Hofsnesi og vitavörður í Ingólfshöfða ásamt Halldóri Ásgrímssyni, horfa til hafs úr vitanum á Ingólfshöfða og virðafyrir sér báta fyrir landi og hvalfiska bylta sér í sjónum, ábúðafullir á svip. Myndin er tekin í sumarferð KSFA sl. helgi. Austramynd:B.B. Egilsstaðir: Hlutafélag stofnað um Randalín handverkshús Hlutafélag hefur verið stofnað um rekstur handverkshúss á Eg- ilsstöðum undir nafninu Randalín handverkshús. Hluthafar eru 46 og upphæð hlutafjár 1685 þús- und. Undirbúningur að stofnun fé- lagsins hefur staðið um nokkurra mánaða skeið og efndu upphafs- menn Randalínar, nokkrar konur á Egilsstöðum og Héraði, til ýtarlegr- ar kynnningar á fyrirtækinu í maí í vor. Randalín verður til húsa þar sem Dyngjan var áður, og leggur Egilsstaðabær félaginu til húsnæði og vélakost í tvö ár. Töluverðar endurbætur hafa verið gerðar á hús- næðinu í sumar og hafa að þeim unnið áhugakonur um stofnun Randalínar. Handverkshúsið verð- ur formlega opnað síðustu helgina í september og verður í tilefni af opnuninni sett upp sýning á göml- um hannyrðum. Þá fer fram kynn- ing á námskeiðum þeim sem halda á í vetur og væntanlegri starfsemi hússins. Áætlað er að starfsemi Randalínar verði tvíþætt annars- vegar saumastofa með 4-6 starfs- mönnum og hinsvegar námskeiða- hald. Að sögn Láru Vilbergsdóttur verður farið rólega af stað, sauma- stofan hefur nú þegar með höndum sérverkefni sem unnið er að og framundan er hönnunar og þróun- arvinna á væntanlegri framleiðslu. Stjórn Randalínar handverkshúss skipa Anna Ingólfsdóttir, stjómar- formaður, Ólöf M. Guðmundsdótt- ir, varaformaður, Lára Vilbergs- dóttir, Guðrún Tryggvadóttir og Karólína Ingvarsdóttir. I varastjóm sitja Kristín G.Magnúsdóttir, Ólöf Ragnarsdóttir og Ágústa Þorkels- dóttir. AÞ Frá vinstri: Anna Ingólfsdóttir, ÓlöfM. Guðmundsdóttir, Lára Vilbergsdóttir, Karólína Ingvarsdóttir og Guðrún M. Tryggvadóttir. Stöðvarfjörður Skortur á íbúðarhúsnæði til vandræða orðið. Þá er nýr skólastjóri, Torvald Gjerde frá Noregi, að hefja störf við tónlistarskólann en Pétur Máté, sem verið hefur skólastjóri kveður eftir þriggja ára dvöl og flytur í þéttbýlið við Faxaflóa. AÞ Verktakar frá Trésmiðju Djúpavogs eru þessa dagana að steypa 1200 m2 þekju á bryggj- una á Stöðvarfírði og hillir þar með undir lok þeirra hafnar- framkvæmda sem staðið hafa í mörg ár. Að sögn Alberts Geirs- sonar, sveitarstjóra, hefur atvinnuá- stand verið gott í sumar. Full vinna hefur verið í frystihúsinu, en Kambaröstin og smábátar sjá því fyrir hráefni auk þess að “færeyski” togarinn Atlandic Jane hefur land- að afla sínum í tvígang á Stöðvar- firði, í allt um 75 tonnum. Aðeins eitt hús er í smíðum í þorpinu, skrifstofu og afgreiðsluhús á veg- um Gáma hf, en þeir sjá um af- greiðslu Samskipa. Þá hefur Mal- land hf á Djúpavogi unnið við að steypa gangstéttir sem má segja að séu þær fyrstu í þorpinu. Ekkert í- búðarhúsnæði hefur verið byggt í nokkur ár og veldur húsnæðisskort- ur vandræðum, en að sögn Alberts er mikið hringt á hreppsskrifstof- una af fólki sem hefur áhuga á að setjast að á Stöðvarfirði til lengri eða skemmri tíma en húsnæðis- skortur veldur því að ekki getur af Eirtu sinni sá ég hvalfisk.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.