Austri


Austri - 09.09.1993, Blaðsíða 2

Austri - 09.09.1993, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 9. september 1993. Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Skrifstofa Austra Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, pósthólf 173, sími 97-11984, fax 97-12284. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson. Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Blaðamenn: Arndfs Þorvaldsdóttir og Marinó Marinósson. Auglýsingar: Sími 97-11984, Sigrún Lárusdóttir. Áskrift: Sími 97-11984, Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Áskrift kr. 95 pr. blað. Lausasöluverð kr. 120.- Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum. Austri kemur út á fimmtudögum. Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 föstudaga. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. I stíl Gróu Yfirlýsingar viðskiptaráðherra í fjölmiðlum um landbúnaðarmál hafa orðið tilefni til harðra viðbragða forustumanna bænda, og með bréfi dagsettu 4. september krefst formaður Stéttarsam- bands bænda að Sighvatur Björgvinsson biðjist afsökunar á rangfærslum um málefni landbúnaðarins í fjölmiðlum. Sighvatur fullyrðir að 80 bændur fái yfir 400 þúsund krónur á mánuði í beingreiðslur sem séu jafngildi launagreiðslna. Neysla kindakjöts verði á árinu 5000 tonn, sláturleyfishafar hafi haldið öllu sínu á undanförnum árum og hafi svikið út fé og bændur fari illa með fjármuni. Allt eru þetta staðlausir stafir. Enginn bóndi fær yfir fjögur hundruð þúsund í beingreiðslur, sem auk þess eru ekki laun heldur niðurgreiðslur og tengdar framleiðslu. Neysla kindakjöts er nú þegar orðin 5000 tonn, og vinnslu og dreifingarkostnaður hefur lækkað á undanförnum árum að raungildi. Fullyrðingar um fjárdrátt afurðastöðva eru ekki studdar neinum rökum, en þeim er látið eftir að sanna sakleysi sitt. Engin von er til þess að viðskiptaráðherra biðjist afsökunar á ummælum sínum. Fullyrðingar hans eru ósvífinn pólitískur leik- ur til þess að reyna að rétta hlut kratanna í þéttbýlinu, en gengi þeirra er lágt eftir sumarið. Stórtækar embættaveitingar og þátt- taka í óvinsæili ríkisstjórn draga úr gengi flokksins. Þá er brugð- ið á það ráð að ryðjast fram í fjölmiðlum með ósannindi um landbúnaðarmál til þess að reyna að höfða til láglaunafólks í þéttbýli, og reyna að telja því trú um að Alþýðuflokkurinn sé málsvari fyrir það. Það er víðs fjarri að svo sé. Flokkurinn hefur í þessu stjómarsamstarfi staðið að margvíslegum aðgerðum til þess að íþyngja láglaunafólkinu í landinu. Það nægir að nefna hvers konar þjónustugjöld, hækkun lyfja og lækniskostnaðar og lækkun persónuafsláttar svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Það stoðar auðvitað ekkert fyrir viðskiptaráðherra að endurtaka í sífellu hálfsannleik og hrein ósannindi um landbúnaðarmál í fjölmiðla til þess að breiða yfir hraklega frammistöðu Alþýðuflokksins í stjómarráðinu. Dómgreind almennings er ekki eins brengluð og hann heldur. Með nýjum búvömsamningi ganga bændur í gegnum enn eitt breytingaskeið varðandi framleiðslumál sín. Brýn nauðsyn er til þess að þeim gefist tækifæri til þess að skipuleggja framleiðslu og sölumál miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi. Sama er að segja um afurðastöðvarnar. Hins vegar virðist það vera takmark stjómvalda að sundra samstöðu bændastéttarinnar, og sömuleið- is afurðastöðvanna. Þá er eftirleikurinn auðveldur. Margt bendir nú til þess að frjálshyggjumenn telji nú röðina komna að verkalýðshreyfingunni, og mál sé nú til þess komið að brjóta hana niður og sundra samstöðu launafólks. Samstarf bændafomstunnar og verkalýðshreyfingarinnar, sem hófst með þjóðarsáttinni á sínum tíma, er þessum öflum þyrnir í augum. Unnið er að því að brjóta niður samtök af öllu tagi í nafni frels- isins. Það er mikið níðst á ffelsishugtakinu um þessar mundir. Landbúnaðarumræðan er nú komin á stig kjaftaskjóðunnar af hálfu viðskiptaráðherra, með móttóinu “ólyginn sagði mér”, en munurinn á honum og Gróu kerlingunni á Leiti er sá að hann er ekkert feiminn að láta bera sig fyrir hlutunum. J.K. Það er ekki orkufrekt fólksflutningatækið sem hann Kjartan Hjart- arson á Breiðdalsvík smíðaði á dögunum upp úr gömlu BMX hjóli og bílsæti. Hér bregður hann sér í bæjarferð ásamt mágkonu sinni Guð- nýju Ófeigsdóttur. Austramynd JG Heildarfj'öldi flugfarþega í innanlandsflugi árið 1992 er 2,7 sinnum fjöldi landsmanna Alls konar formúlur eru til í þessum heimi. Eitt dæmi gaf að líta í bæklingi um stefnumótandi tillögur frá Byggðastofnun. í kafla um flugvelli segir: “ Mikilvægi flugsamgangna fer að nokkru eftir því hvernig einstök byggðarlög eru í sveit sett. Flokkun flugvalla eftir lengd flugreina er ekki einhlít um mikilvægi viðkomandi flugvallar. Mikilvægi flugvallar fyrir þjón- ustusvæði sitt má meta eftir hlut- falli farþega um flugvöllinn af íbú- um í umdæminu. Sé þessari aðferð beitt voru mikilvægustu flugvellir í landinu árið 1992 í Grímsey og Vestmannaeyjum. I Grímsey er far- þegafjöldi 27 sinnum íbúatala í eynni. I Vestmannaeyjum er fjöld- inn 17 sinnum íbúafjöldinn “ A þjónustusvæði Egilsstaða er fjöldi ferða á íbúa tæplega 7 og á Höfn í Hornafirði 5.5. Samkvæmt upplýsingum Flug- málastjómar var heildarfjöldi flug- farþega í innanlandsflugi árið 1992 2.7 sinnum fjöldi landsmanna. MM Sýslumaður Suður- Múlasýslu segir upp störfum Sýslumaðurinn á Eskifirði, óskaði hann eftir að fá sig Sigurður Eiríksson, sagði upp leystan frá störfum þegar í stað. starfi sínu sl. föstudag án Ekki var vitað um ástæðu fyrirvara. uppsagnarinnar þegar Austri fór Samkvæmt heimildum Austra í prentun. MM Ljósmyndasafnið á Egilsstöðum: Aj fiverjum er myndin? Gefandi: Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku, Mjóafirði. Ef lesendur vita hverjar eru á myndunum, þá vinsam- legast komið upplýsingum til Guðrúnar Kristinsdóttur í síma 11451 eða Sigurðar Ó. Pálssonar í síma 11417. Þjónustuhand- bók VÍS fyrir ökutækja- eigendur Vátryggingafélag íslands hefur gefið út Þjónustuhandbók fyrir þá sem tryggja ökutæki sín hjá VÍS. Reynslan sýnir að mörgum öku- mönnum er ekki ljóst hvað þeir eiga að gera, lendi þeir í umferðar- óhappi. Þjónustuhandbókinni er m.a. ætlað að bæta úr því og hefur að geyma greinargóðar upplýsingar og leiðbeiningar um hvemig bregð- ast skuli við þegar umferðaróhöpp verða. Þá eru í Þjónustuhandbók- inni margskonar upplýsingar sem nýtast ökutækjaeigendum vel. Þjónustuhandbókin er í handhægu formi því ætlast er til að hún sé geymd í bílnum. Þannig er auðvelt að grípa til hennar þegar þörf er á. Meðal efnis í bókinni er: Hvað skal gera ef þú lendir í umferðaró- happi. Heimilisföng og símanúmer lögreglu og sjúkrabifreiða víðsveg- ar um landið, ökutækjatryggingar sem eru í boði hjá VÍS, akstur er- lendis, bónusleiðir VÍS, skipulag skoðunarmála VÍS um land allt, hvers ber að gæta við kaup á not- uðu ökutæki. Þjónustuhandbókinni er dreift ókeypis til þeirra sem tryggja ökutæki sín hjá VÍS. Fréttatilkynning Skriðdalur: Svartir sauðir Gæsaveiðitíminn er nú hafinn og margir freista þess að ná sér í mat- inn. Til eru þeir sem fara í mesta lagi einu sinni eða tvisvar, svo eru þeir sem eru á veiðum um hverja helgi og allt gott um það að segja. Flest allir fá leyfi hjá bændum til að skjóta hjá þeim enda sjálfsögð kurteisi. Alltaf finnast þeir einstaklingar sem eyðileggja fyrir veiðimönnum sem vilja hafa góð samskipti við bændur. Nýlega frétti blaðamaður Austra af gæsaveiðimönnum í Skriðdal sem fóru um á bíl og eltu gæsahóp og skutu af riffli hvað eft- ir annað úr bílnum á hópinn jafn óðum og hann var sestur. Þetta er ekki framferði sem sannur veiði- maður kýs. Mikið hefur verið rætt um hvort betra sé að nota riffil eða haglabyssu á gæs. Eitt er víst, kúla úr riffli berst lengra en högl úr haglabyssu og er því hættulegri gagnavart mönnum og skepnum ef ekkert ber á milli. Það er því aldrei of varlega farið. MM

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.